14:00
Útsvar 2014-2015
Ísafjarðarbær - Stykkishólmur
Útsvar 2014-2015

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Í þessum þætti mætast lið Ísafjarðarbæjar og Stykkishólms. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Hulda Guðfinna Geirsdóttir dagskrárgerðarkona.

Lið Ísafjarðarbæjar skipa María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá GOmobile, Silja Rán Guðmundsdóttir sálfræðinemi við HÍ og Gunnar Atli Gunnarsson laganemi og fréttamaður á Stöð 2.

Lið Stykkishólms skipa Anna Melsteð sem er með útgáfufyrirtæki, gefur út Stykkishólmspóstinn og er túbuleikari í Lúðrasveit Stykkishólms, Magnús Aðalsteinn Sigurðsson fornleifafræðingur og minjavörður hjá Minjastofu Íslands og Róbert Arnar Stefánsson héraðsmeistari og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 7 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður sjálfvirkt.
,