13:40
Kastljós
Forsætisráðherra um húsnæðisaðgerðir, gervigreind sem sálfræðiþjónusta
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrsta aðgerðapakka sinn í húsnæðismálum, sem miðar að því að ná jafnvægi á markaðnum. Meðal annars ætlar stjórnin að bregðast við vaxtadómum Hæstaréttar til að eyða óvissu á lánamarkaði, bæta í við hlutdeildarlán og efla óhagnaðardrifin leigufélög. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir stóru línurnar.

Er góð hugmynd að nota gervigreindarforrit á borð við Chatgpt sem sálfræðing eða getur verið hættulegt að deila tilfinningum sínum með slíkum tækjum? Við könnuðum málið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,