14:10
Kastljós
Loftslagsþreyta, minningargreinar
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Loftslagsmál voru í brennidepli á umhverfisþingi, sem haldið var í gær og í dag - á degi íslenskrar náttúru. Loftslagsmál voru fyrirferðarmikil í umræðunni þegar Parísarsamkomulagið var undirritað en síðan þá hafa þau fallið í skuggann á öðrum málum, svo sem heimsfaraldri, stríðum og tilheyrandi efnahagsáhrifum. Þá hafa verkefni sem ganga út á að binda kolefni mætt tortryggni hjá almenningi. Snjólaug Árnadóttir, dósent í lögfræði og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar við Háskólann í Reykjavík, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, ræddu loftslagsþreytu og varnir gegn henni.

Minningargreinar eru líklega persónulegustu greinar sem birtast á prenti. En hvað er það við minningagreinar sem er svona heillandi og af hverju skipta þær máli? Við hittum konu sem skrifaði minningagrein með systrum sínum sem hún hitti í fyrsta skipti sama dag og faðir þeirra lést.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,