19:45
Kastljós
Baráttan á hægri vængnum, gallar í nýbyggingum, Úr Idol í óperuna
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups er Miðflokkurinn í mikill sókn en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná vopnum sínum. Hvað skýrir þessa breytingu á hægri væng stjórnmálanna? Rætt við Jens Garðar Helgason, varaformann Sjálfstæðisflokksins, og Sigríði Andersen, þingflokksformann Miðflokksins.

Um 40 prósent húsfélaga í nýbyggðum fjölbýlishúsum hafa þurft að bera kostnað vegna galla. Málin valda íbúum oft miklu álagi og streitu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn um galla í nýbyggingum.

Helgi Rafn Ingvarsson semur óperur um Ragnarök, stærðfræði og þagnir. Hann er þó kunnugur fyrir fleira en klassíska tónlist.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
Bein útsending.
,