Hátíðlegir jólatónleikar sem fram fóru í Langholtskirkju í desember 2014. Graduale Nobili syngur íslensk jólalög undir stjórn Jóns Stefánssonar. Undirleik annast Elísabet Waage á hörpu og Hallfríður Ólafsdóttir á flautu. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Björn Elí Jörgensen Víðisson fékk fyrstu greininguna af mörgum tæplega ársgamall. Greiningunum fylgja ýmsar áskoranir en Björn Elí fer sínar eigin leiðir.
Leitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Í þessum þætti syngja jólastjörnurnar Embla Bríet Einarsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Jón Benedikt Hjaltason, Unnur Signý Aronsdóttir og Elijah Kristinn Tindsson.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nói hittir alla í Snæholti nema Júlíus sem fór að spyrja Véfréttina um ýmislegt sem hann hefur áhyggjur af. Vetur reiðist Lúnu þegar hann kemst að því að hún gabbaði hann.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri biður afa að segja sér sögu fyrir svefninn. En sagan hans afa er kannski aðeins of hræðileg.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Jólaleg í dag. 1. Jólatré á Austurlandi 2. Jólamarkaður í Kolaportinu. Nær Embla Bachmann molanum?
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvernig á fólk að rata um völundarhús séreignarsparnaðar og flókinna fjármálagjörninga? Kveikur fjallaði um vátryggingarmiðlanir, þar sem ágengir sölumenn virðast hafa selt fólki flókna og jafnvel óhagstæða samninga. En hverju á að horfa eftir og hvað ber að varast þegar valin er sparnaðarleið? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi er gestur þáttarins.
Kjarvalsstaðir hafa sjaldan verið jafn glansandi en nú stendur yfir yfirlitssýning Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt, sem sparar ekki glimmerið í verkum sínum. Við hittum listakonuna.
Og við lítum líka á nokkra nýstárlega kertastjaka, sem fimmtán hönnuðir gerður úr efnum á borð við gallabuxur og ull.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræðir stöðu Íslands í breyttri heimsmynd eftir að Hvíta húsið birti nýja þjóðaröryggisstefnu fyrir helgi. Í síðari hluta þáttarins koma þau Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Flokks fólksins, Hildur Þórisdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi og Stefán Pálsson sagnfræðingur til að ræða stjórnmálaumræðu undanfarinna daga, meðal annars um samgöngumálin.
Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Heimildarmynd frá 2023 um níundu sinfóníu Beethovens, sem er eitt af þekktustu klassísku verkum sögunnar. Í myndinni fylgjum við meðal annars úkraínskum tónlistarmönnum, heyrnarlausu tónskáldi, pólski rokkstjörnu og metsölurithöfundi, skoðum áhrif tónlistar og innblásturinn sem hún getur veitt á erfiðum tímum.

Íslensk mynd í þrem hlutum. Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna fer heimur Indíönu á hvolf. Aðalhlutverk: Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Karolina Gruszka. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.