Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvernig á fólk að rata um völundarhús séreignarsparnaðar og flókinna fjármálagjörninga? Kveikur fjallaði um vátryggingarmiðlanir, þar sem ágengir sölumenn virðast hafa selt fólki flókna og jafnvel óhagstæða samninga. En hverju á að horfa eftir og hvað ber að varast þegar valin er sparnaðarleið? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi er gestur þáttarins.
Kjarvalsstaðir hafa sjaldan verið jafn glansandi en nú stendur yfir yfirlitssýning Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt, sem sparar ekki glimmerið í verkum sínum. Við hittum listakonuna.
Og við lítum líka á nokkra nýstárlega kertastjaka, sem fimmtán hönnuðir gerður úr efnum á borð við gallabuxur og ull.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræðir stöðu Íslands í breyttri heimsmynd eftir að Hvíta húsið birti nýja þjóðaröryggisstefnu fyrir helgi. Í síðari hluta þáttarins koma þau Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Flokks fólksins, Hildur Þórisdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi og Stefán Pálsson sagnfræðingur til að ræða stjórnmálaumræðu undanfarinna daga, meðal annars um samgöngumálin.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson yfirheyrir íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Í þessum þætti bíða áhorfendum gríðarlega mikilvæg skilaboð. Eldheitir áróðurssöngvar, lagræn átaksverkefni og ágengir eyrnaormar úr auglýsingalandinu.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Amína reiðist Nóa. Hann saknar mömmu og skrifar henni bréf en veit ekki hvort það kemst á leiðarenda. Lúna áttar sig á því að það sem hún gerði við bréfin hefur haft miklar afleiðingar.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri vaknar við að lampinn á náttborðinu hans er eitthvað bilaður.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Sérstakur jólaþáttur þar sem Siggi og Viktoría bregða sér í ferðalag og skoða sögu íslenskra jóla. Þau velta fyrir sér jólahefðum og hvers vegna við höldum jólin eins og við gerum.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, baðst afsökunar á þingfundi í morgun fyrir að láta óviðurkvæmileg orð falla um stjórnarandstöðuna á föstudag. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar héldu þó áfram að gera athugasemdir við ummælin í dag. Þórunn er gestur Kastljóss í kvöld
Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel var aðeins 15 ára þegar lagið Komdu til baka, um baráttu föður hans við fíkn, snerti hjörtu landsmanna. Síðan þá hefur gengið á ýmsu í lífi Kristmundar sem ætlar að fagna 15 árum í tónlistinni með stórtónleikum Gamla Bíó.
Dans er fyrir alla segir jazzballettkennari sem hefur haldið úti dansnámi fyrir fólk með fatlanir og sérþarfir. Viktoría fór danstíma í Danslistskóla JSB.

Upptaka frá tónleikum þar sem flutt voru tónverk samin fyrir Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Með Upptaktinum fá börn í 5. til 10. bekk tækifæri til að semja tónlist og vinna úr hugmyndum sínum með aðstoð tónlistarnema við Listaháskóla Íslands og starfandi tónlistarfólks. Tónleikarnir fóru fram í Hörpu í apríl 2025. Dagskrárgerð: Guðný Ósk Karlsdóttir. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Breskir sakamálaþættir um lögregluna í Belfast. Álagið sem fylgir því að vera fyrsti viðbragðsaðili á vettvang er gríðarlegt og hætturnar miklar. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Martin McCann. Leikstjóri: Gilles Bannier. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Noregs og Svartfjallalands í 8-liða úrslitum á HM kvenna í handbolta.