
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Heimildarþættir um unglingamenningu á Íslandi í gegnum tíðina. Hver þáttur spannar einn áratug og eru unglingsárin krufin í gegnum viðtöl við þjóðþekkta Íslendinga. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Framleiðsla: Reykjavík Films.
Síðasti þáttur Unga Íslands skoðar unglingamenningu á árunum 1940-1950. Viðmælendur í þættinum eru Eggert Ásgeirsson, Sigríður Björnsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir.

HM í sundi í 50 metra laug í Singapore.

Sænskir þættir um fólk sem telur sig geta sofið í gegnum allt. Það reynir að sofa í alls kyns hávaða og keppir um hver sefur best.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Alma Ýr Ingólfsdóttir nýtur lífsins með litla drengnum sínum. Á átjánda ári veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka varð báða fætur að hluta og framan af níu fingrum.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í öðrum þætti er tekinn dálítið djarfur útúrdúr - útúrdúr aftur í aldir. Umfjöllunarefnið íslensk tónlist fyrri tíma. Þáttastjórnendurnir eftirláta sviðið þeim listamönnum sem gera tónlist liðinna tíma í íslandssögunni að tónlist okkar tíma líka. Rétt eins og með hina óheppilega nefndu klassísku tónlist gildir nefnilega hér að tónlist sem er spiluð, tónlist sem hlustað á og hrifist er af í samtímanum hlýtur að teljast samtímatónlist í einhverjum skilningi. Og við getum heitið því að þessi gamla tónlist er glæný fyrir mörgum!
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Hallbjörg Bjarnadóttir var fjölhæf listakona, söngkona með afar sérstaka rödd og óvenju vítt raddsviði.
Henni var einkar lagið að herma eftir þekktu listafólki enda með ríka kímnigáfu. Hún bjó langdvölum erlendis og kom víða fram á tónleikum og skemmtunum. Hún segir sögu sína í dagskrárefni úr safni Sjónvarpsins.
Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sænskir heimildarþættir frá 2021. Stór hluti daglegs lífs okkar er stafrænn - en hversu örugg er staða okkar í stafrænum heimi? Í þáttunum taka þrautreyndir tölvuhakkarar sig til og brjótast inn í tölvur hjá einstaklingum og fyrirtækjum, bara til að sýna okkur hinum hversu sáraeinfalt það er að komast yfir gögn - og líf - fólks með því að hakka tilveru þeirra.

Þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.

Sænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra arkitekta í Svíþjóð. Við fáum að sjá einstök og áhugaverð heimili þeirra og hvað þeim finnst gera hús að góðu heimili.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bolli "fær lánaðan" íþróttasokk hjá Bjarma og Bjalla minnir hann á að það er bannað að stela. Þau ákveða að skila íþróttasokknum en detta ofaní íþróttatösku og fara með Bjarma í íþróttatíma þar sem þau búa til nýjan lið: ÍÞRÓTTATÍMI!
Krakkarnir í Stundin rokkar fræða okkur um slagverk og fá með sér í lið slagverksleikarann Sigga, til að semja með sér slagverks lag.
Tvær leiknar stuttmyndir úr smiðju ungra höfunda sem framleiddar voru í tengslum við verkefnið Sögur hjá KrakkaRÚV. Handritin að stuttmyndunum tveimur, Vekjaraklukkan og Dularfulla græna duftið, voru valin í handritasamkeppni Sagna og eru höfundarnir á aldrinum 9-12 ára.
Handrit: Árdís Eva Árnadóttir, Berglind Rún Sigurðardóttir, Freydís Erla Ómarsdóttir, Lovísa Rut Ágústsdóttir og Valgerður Ósk Þorvaldsdóttir
Leikstjórn og framleiðsla: Hekla Egils og Sturla Holm

Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Ásta og Ronja æfa jafnvægi og samvinnu í þessum jógaþætti.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir og Ronja Eyglóar-Konráðsdóttir.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Íslensk leikin þáttaröð um Þjóðverjann Karl Krautz sem gegnir því mikilvæga starfi að ferðast um heiminn og búa til sjónvarpsefni fyrir þýska ríkið. Hann neyðist til að eyða sumrinu á Íslandi ásamt aðstoðarmanni sínum, Heinrich, og framleiða menningarþætti um smáþorpið Seltjarnarnes. Leikstjórn og framleiðsla: Árni Þór Guðjónsson, Jónsi Hannesson og Killian Briansson.
Karl kynnist hinum ýmsu íbúum Seltjarnarness.

Vísindaskáldsaga frá 2021 í leikstjórn Kogonada. Þegar vélmennið Yang bilar óvænt neyðist fjölskylda hans og eigendur til að spyrja sig spurninga um ást, tengsl og missi. Aðalhlutverk: Colin Farrell, Jodie Turner-Smith og Malea Emma Tjandrawidjaja.

Dans- og söngvamynd frá 2016 með Ryan Gosling og Emmu Stone í aðalhlutverkum. Leikkona og djasstónlistarmaður sem bæði reyna fyrir sér í Los Angeles fella hugi saman. Þegar frami þeirra fer á flug reynir á sambandið og þau verða að ákveða hvað skiptir þau mestu máli í lífinu. Myndin vann til sex Óskarsverðlauna. Leikstjóri: Damien Chazelle.
Breskir spennuþættir frá 2023 í leikstjórn Dries Vos. Ung hjón flytja í nýtt og glæsilegt hverfi og horfa björtum augum til framtíðar. Fljótlega eftir flutninginn vingast þau við nágrannahjón sín en sá vinskapur á eftir að snúa ástarlífi unga parsins á hvolf og draga ófyrirséðan dilk á eftir sér. Þættirnir eru byggðir á hollensku sjónvarpsþáttaröðinni New Neighbours. Aðalhlutverk: Sam Heughan, Eleanor Tomlinson og Jessica De Gouw. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.