Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.
Kristinn og Janus fara til Eskifjarðar, á æskuslóðir föður Kristins. Þeir fabúlera um bæjarfélagið og nærliggjandi staði eins og þeim einum er lagið. Loks flýja þeir veðráttuna inn í lítið bátaskýli og elda sér það dýrindishádegisverð.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni búum við til valslöngvu, veistu ekki hvað það er? Þá mæli ég með því að þið kíkið á þáttinn. Skaparar og keppendur eiga að búa til valslöngvu sem virkar og keppa í lokin. Gríðarlega spennandi keppni framundan og auðvitað endar allt í slími.
Skaparar og keppendur:
Gula liðið:
Júlía Esma Cetin
Guðni Steinar Guðmundsson
Klapplið:
Einar Ozan Cetin
Birta Dís Gunnarsdóttir
Hildur Karen Jónsdóttir
Védís Jóhannsdóttir
Ásta Maya Houghton
Þórir Hermannsson Aspar
Ingvar Sverrir Einarsson
Ásgrímur Örn Alexandersson
Júlían Aðils Kemp
Viktor Berg Benediktsson
Bláa liðið:
Eva Karen Jóhannsdóttir
Gabríel Geir Haraldsson
Klapplið:
Stella Jónsdóttir
Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy
Tinna Sóley Kristjánsdóttir
Margrét Eva Jóhannsdóttir
Gabriel Kristinn Kristjánsson
Freyr Magnússon Waage
Jóel Torfi Mikaelsson
Magnús Dagur Hauksson
Jakob Orri Guðmundsson
Gabriel Hjálmarsson
Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Í framtíðinni mun heimurinn ekki lengur hafa frjálsan aðgang að klámi. Anton reynir þó.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fimm ár eru frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í Reykjavík, þar sem þrír létust. Kveikt var í húsinu en óháð því höfðu aðrir þættir áhrif á að eldsvoðinn varð mannskæður, Breytingar sem gerðar höfðu verið á húsinu voru ekki í samræmi við samþykktar teikningar og brunavarnir voru ófullnægjandi. Yfir 70 voru skráðir með heimilisfang í húsinu og veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Gestir Kastljós eru Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og og Regínu Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Söngkonan og söngskáldið Jelena Ciric er fyrsti dagskrárþulur Rásar 1 af erlendum uppruna. Hún hefur búið á Íslandi í níu ár og segir yfirvöld ættu að leggja meiri áherslu á íslenskukennslu. Við kíkum á vakt með Jelenu í lok þáttar.

Matreiðsluþættir þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð. Hún kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. Í framhaldinu býður hún konunum heim til sín og endurgerir uppskriftirnar með aðstoð þeirra, en skiptir út dýraafurðum fyrir hráefni úr náttúrunni. Leikstjóri: Sunneva Ása Weisshappel. Framleiðsla: RVK Studios.
Solla Eiríks heimsækir Ingu Backman sem kennir okkur að elda kindakæfu og rísmjölsgraut. Einnig hittir hún Öldu Lóu sápugerðarkonu sem kennir okkur að gera rósavatn.

Sænskir þættir þar sem fylgst er með fólki gera upp draumahúsnæðið sitt.
Breskir spennuþættir frá 2024. Þegar tölvuþrjótar taka yfir stjórn næturlestar frá Glasgow til London þurfa tveir ókunnugir einstaklingar – farþegi um borð og starfsmaður hjá netöryggisstofnun – að hjálpast að við að bjarga farþegum lestarinnar og afstýra stórslysi. Aðalhlutverk: Joe Cole og Alexandra Roach. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð þessara pólsku spennuþátta um menntaskólakennarann Pawel Zawadzki. Þegar nemandi deyr í siglingu á vegnum skólans beinast spjótin að skipstjóranum, Bogdan, sem er faðir Pawels. Pawel er sannfærður um sakleysi föður síns en rannsóknin dregur ýmis leyndarmál fram í dagsljósið. Aðalhlutverk: Maciej Stuhr, Katarzyna Dabrowska og Roma Gasiorowska. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Portúgalskir spennuþættir frá 2023. Sagnfræðiprófessorinn Tomás de Noronha er sérfræðingur í dulritun og fornmálum. Þegar hann er fenginn til að ráða dularfull skilaboð hefst atburðarás sem gæti breytt heimssögunni. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir José Rodrigues dos Santos. Aðalhlutverk: Paulo Pires, Deborah Secco go Ana Sofia Martins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Spánar og Grikklands á EM karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.