Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtal okkar við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í þættinum í gær vakti sterk viðbrögð. Inga dró upp dökka mynd af stöðu menntakerfisins, og boðaði róttækar breytingar. Við ræðum stöðu menntakerfisins, vandamál og úrlausnir, við þau Amalíu Björnsdóttur, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, sem var nýkomin af fundi með Ingu Sæland.
Stjórnvöld þurfa að nálgast atvinnumarkaðinn á allt annan hátt en hingað til, hætta þjónkun við valdar lykilgreinar í atvinnulífinu og taka virkari þátt í markaðsmótun, að mati Mariönu Mazzucato, prófessors í hagfræði. Kristrún Frostadóttir kveðst vera undir miklum áhrifum frá hugmyndum Mazzucato, sem var gestur á morgunfundi forsætisráðuneytisins um nýja atvinnustefnu í gær. Við ræðum við hagfræðinginn.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða kvikmyndir af íþróttaiðkun. Þær eru margs konar, allt frá fótbolta til glímu og fimleikasýninga. Einnig er fjallað um vandann við að skanna efni á Kvikmyndasafninu þegar varðveislutækni er sífellt að breytast.
Heimildarþáttaröð um sögu norrænnar hönnunar á síðustu hundrað árum. Í þáttunum er meðal annars rætt við hönnuði og safnara sem veita innsýn í sögurnar á bak við heimsþekkta hönnunarmuni. Í hverjum þætti er fjallað um ákveðið tímabil á árunum 1925 til 2025. Þulur: Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Við förum á Borgarfjörð eystra og fjöllum um Jóhannes Sveinsson Kjarval sem þar uppfóstraðist. Kjarval var ekki bara málari heldur fékkst hann líka við ritstörf auk þess sem margir andans menn skrifuðu um hann.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í dag kom út skýrsla nefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fimm ára tímabili á 8. áratugnum. Ólíkt fyrri skýrslu um sömu vöggustofu á öðru tímabili, þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð. Rætt við menn sem voru vistaðir á vöggustofunni á unga aldri sem lýsa miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.
Við lítum inn á æfingu á söngleiknum Ormstungu í Þjóðleikhúsinu. Þar sameinast Jói Pé og Króli á ný því Króli fer með eitt hlutverka og Jói Pé semur tónlist.
Fáum líka ráðlagðan dagskammt af derringi milli landshluta, þegar Óðinn Svan tekur verktaka í snjómokstri tali á Akureyri. Þar hefur snjó kyngt niður undanfarna daga og því nóg að gera.

Sænsk heimildarmynd frá 2022 um tvær konur, Nelly og Nadine, sem kynnast á aðfangadagskvöld árið 1944 í útrýmingarbúðum nasista í Þýskalandi og hefja leynilegt ástarsamband. Leikstjóri: Magnus Gertten.
Breskir sakamálaþættir. Liz Nyle er lögreglufulltrúi sem vaktar fjölskyldu í vitnavernd. Þegar fjölskyldan verður fyrir skotárás á heimili sínu vakna upp ýmsar spurningar, þar á meðal hvers vegna samstarfsfélagi Liz sem hún tengist persónulegum böndum var á vettvangi glæpsins. Aðalhlutverk: Siobhan Finneran, Alec Newman og Andrew Knott. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Pólskir spennuþættir frá 2024 um jarðfræðinginn Lenu sem snýr aftur til heimabæjar síns í leit að dóttur sinni sem grunuð er um að hafa numið hóp barna á brott. Aðalhlutverk: Karolina Kominek, Dawid Ogrodnik og Paulina Galazka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Rómantískir dramaþættir frá 2023. Fyrir sextán árum ákváðu Alice og Jack að halda hvort í sína áttina eftir að hafa varið einni nótt saman. Hins vegar er eitthvað sem dregur þau sífellt aftur hvort að öðru. Aðalhlutverk: Domhnall Gleeson, Andrea Riseborough og Sunil Patel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Í þætti dagsins skoðum við skemmtilega viðburði framundan. 1. EM karla í handbolta 2. Latabæjarhátíðin.