
Íslensk teiknmynd um jólasveinana. Leikstjóri: Gunnar Karlson. Höfundur: Jóhann Ævar Grímsson og framleiðand:r Haukur Sigurjónsson. Sagan er hluti af Jólastund snjóbarnanna. Samansafn ævintýra frá norðurlöndunum fyrir alla fjölskylduna.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft er ekki vant því að halda upp á jólin í faðmi mannorma en Áróru, Sunnu og Mána hefur verið boðið í jólaboð um borð í loftbelgnum hjá Lofti.
Það fer þó ekki betur en svo að Loft klúðrar málunum og Sjón fer á stúfana að leita lausna. Áður en hún veit af er hún lögst í ferðalag um fortíð og nútíð samtímis og rekst á ferðum sínum á hljómsveitina Flott, sem kveður um hana Grýlu gömlu.
Íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson.Leikarar: Andrea Birna Guðmundsdóttir, Lúkas Emil Johansen, Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Framleiðsla: Hreyfimyndasmiðjan.
Mamma og pabbi Baldurs og Hönnu hafa sett húsið á sölu. Þrátt fyrir ráðabrugg systkinanna virðast þau ekki ætla að hætta við að skilja.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, og Stefán Hilmarsson. Stjórn upptöku: Rúnar Freyr Gíslason.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Guðrún Karls Helgudóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson.
Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög sem koma landsmönnum í sannkallaðan „jólafíling“. Dagskrárgerð: Baggalútur. Stjórn útsendingar: Gísli Berg.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Jólaþáttur um ljósmæðurnar í Poplar. Árið er 1968 og niðurtalning til jóla er hafin. Ljósmæðurnar takast á við flókna fjölburafæðingu og heimsbyggðin fylgist með undirbúningi ferðar Appollo 8 til tunglsins.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Ódýr leið til að fægja silfrið. Eva Matthildur Benediktsdóttir, nemandi í Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar segir að það sé óþarfi að kaupa rándýr hreinsiefni sem hafa mengandi áhrif til að fægja silfur. Þau fægja silfrið upp úr blöndu sem þau búa til sjálf úr efnum sem eru til í flestum eldhúsum. Þau setja álpappír í botninn á fati eða potti og hella svo einum lítra af sjóðandi vatni út í. Í þetta fara svo fjórar matskeiðar af matarsóda og fjórar af salti. Síðan er silfrið sett út í og það verður eins og nýtt á örskotsstundu. Landinn leit við í Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar á aðventunni og fékk að fylgjast með ýmsu sem tengist jólaundirbúningi. Þar var verið að gera jólaskraut að finnskum sið, steikja laufabrauð, föndra úr reyniberjum og sitthvað fleira.
Þættir þar sem matar- og tónlistarmenning á Íslandi er skoðuð með viðtölum við landsmenn. Gunnar Karl Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson hitta fólk víða um land og kynna sér hefðir þeirra og lífsstíl.
Eru jól og áramót sama veislan eða tvær veislur sem renna saman í eina með skötu í forrétt? Gunnar Karl og Sveppi svara þessari spurningu. Þeir skiptast á jólagjöfum, fá sér skötu og eggjapúns og bjóða áramótafögnuð með góðum vinum í listasafni í miðborg Reykjavíkur
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Jólagarðurinn á Akureyri er umfjöllunarefni þessa þáttar.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nú er bara einn dagur til jóla. Tekst Nóa að segja Júlíusi jólaóskina sína?
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Ljós segir Þorra og Þuru frá jóla-ljósálfum og heimkynnum þeirra. Afi kemur í heimsókn með fangið fullt af jólagjöfum og gömlu jólaskrauti.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Upptaka frá jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll í desember 2024. Fram koma: Björgvin Halldórsson, Sissel, Eivör, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns, Gissur Páll Gissurarson, Herra Hnetusmjör, Laddi og Hubbabubba. Kynnir er Jóhannes Haukur Jóhannesson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2015 með Bryan Cranston og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Árið 1947 var Dalton Trumbo einn eftirsóknarverðasti handritshöfundur Hollywood allt þar til hann og fleira listafólk var sett á bannlista vegna stjórnmálaskoðana sinna. Leikstjóri: Jay Roach.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.