Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Innflytjendur á Íslandi voru hátt í 70 þúsund um síðustu áramót, eða rúm 18 prósent landsmanna. Atvinnuþátttaka þeirra er hvergi meiri innan OECD en á Íslandi en á hinn bóginn er hvergi ólíklegra að innflytjendur tali heimamálið en hér. Hvað veldur? Er íslenska of erfitt tungumál? Eru tækifærin af of skornum skammti? Eða er of auðvelt fyrir fólk að komast af án þess að kunna tungumálið? Við ræðum málið við þau Aleksöndru Leónardsdóttur, sérfræðing í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ, og Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku fyrir erlenda nemendur hjá Háskóla Íslands.
Sveitastjórnarkosningar eru í vor. Grindavíkingar ganga að kjörborðinu við fordæmalausar aðstæður eftir að bærinn var rýmdur fyrir tveimur árum. Á dögunum kynnti Grindavíkurnefnd tillögur um hvernig hátta megi kosningum, t.d. að allir sem bjuggu í Grindavík fyrir rýmingu geti valið hvort þau kjósi í Grindavík eða sveitarfélaginu sem þau búa nú í. Við kynntum okkur tillögurnar.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar.
Lið Reykjanesbæjar skipa Guðrún Ösp Theodórsdóttir hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku, Baldur Guðmundsson útibússtjóri hjá Sjóvá í Reykjanesbæ og tónlistarmaður og Grétar Þór Sigurðsson hagfræðinemi í HÍ sem situr í ritsjórn QuizUp.
Lið Reykjavíkur skipa Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ og Vera Illugadóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það harðnar á dalnum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá og Ísland kann að standa úti í kuldanum gagnvart Evrópusambandinu. Hvaða áhrif hefur þetta á kjör landsmanna og hvernig eiga stjórnvöld að bregðast við? Þingmennirnir Bergþór Ólason (M), Dagur B. Eggertsson (S) og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) ræða málin. Þá verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í viðtali.
Umsjón hefur Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Sænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.

Þessi þáttaröð fagnar réttindum barna á skemmtilegan og barnslegan hátt. Börnin sjálf eru í forgrunni, þau fá að tjá sig og segja sögur sínar með eigin rödd. Meginmarkmiðið er að efla sjálfsvirðingu barna, hvetja til sjálfstæðrar tjáningar og þátttöku í samfélaginu.
Öll börn eiga rétt á lífi: næringu, umhyggju, aðgang að heilbrigðisþjónustu og tækifæri til þess að vaxa og þroskast.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Fyrir ofan himinn
Flytjandi: Friðrik Dór Jónsson
Höfundar: Ragnar Zolberg og Baldvin Freyr Þorsteinsson

Fyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Þættir frá 2011.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tollar leggjast á kísiljárn sem flutt er frá Íslandi og Noregi til ESB-landa, eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði að löndin fengju undanþágu frá verndaraðgerðum á grundvelli EES-samningins. Íslensk stjórnvöld telja þetta brot á EES-samningnum. Stjórnarandstaðan segir Evrópusambandið vera að grafa undan Evrópska efnahagssvæðinu og bregðast verði við af fullum krafti. Hanna Katrín Friðriksdóttir atvinnumálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokkins, fóru yfir málið í Kastljósi.
Íþróttafréttamaðurinn Andri Már Eggertsson, sem kallaður er Nablinn, hefur getið sér gott orð fyrir störf sín á Sýn og víðar. Við hittum hann að máli og ræddum ferilinn.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ragnhildur Þrastardóttir, Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, en það var ekki fyrsta rauða flaggið. Meira en ári áður tilkynnti móðir annarrar stúlku á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst allt kerfið hafa brugðist.
Fjölmörg önnur brot voru kærð til lögreglu og foreldrar sem hafa grunsemdir um brot sitja eftir án svara. Mál barna þeirra hafa verið felld niður.

Íslenskir heimildarþættir um náttúruhamfarir á Norðurlöndunum og viðbrögð við þeim. Náttúruhamfarir eru nú þegar orðnar tíðari og ofsafengnari um allan heim vegna loftslagsbreytinga. Hvað má læra af því hvernig tekist er á við skógarelda í Finnlandi, skriðuföll í Noregi, sjávarflóð í Svíþjóð, ofsarigningu í Danmörku og jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð á Íslandi? Hvernig drögum við úr skaðanum og aukum seiglu og viðnámsþrótt samfélaga til að takast á við þessar hættur?
Breskir sakamálaþættir um lögregluna í Belfast. Álagið sem fylgir því að vera fyrsti viðbragðsaðili á vettvang er gríðarlegt og hætturnar miklar. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Martin McCann. Leikstjóri: Gilles Bannier. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2023 um tónlistarmanninn Syd Barrett, einn stofnenda hljómsveitarinnar Pink Floyd. Fjallað er um hvernig honum skaut upp á stjörnuhimininn, ástæður þess að hann yfirgaf hljómsveitina aðeins þremur árum eftir stofnun og það sem fylgdi í kjölfarið. Leikstjórn: Roddy Bogawa og Storm Thorgerson.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Upphitun fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Leikir í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
Leikur Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Uppgjör á leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.