
Foreldrar
Íslensk kvikmynd frá 2007 í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Tannlæknirinn Óskar hefur árum saman reynt að eignast barn með eiginkonu sinni, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. Verðbréfasalinn Einar bíður eftir að konan hans taki við honum aftur og Katrín flyst heim frá Svíþjóð eftir átta ára dvöl og reynir að mynda tengsl við son sinn sem móðir hennar hefur alið upp. Myndin er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Barna. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.