Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sumir kalla snjallsímann þarfasta þjóninn, aðrir mögulega óþarfasta tímaþjófinn. Nú stendur yfir vitundarvakningin Lítttupp, sem hvetur börn, ungmenni, og fullorðna, til að staldra við, líta upp úr skjánum og taka virkari þátt í lífinu í kringum okkur. Við ræðum við þá Skúla Geirdal, sviðsstjóra hjá Netöryggismiðstöð Íslands - Netvís - og Huginn Ástþórsson, jafningafræðara hjá Hinu húsinu.
Það krefst heilmikillar vinnu að leggja niður störf. Það vita þeir ótal sjálfboðaliðar sem eru í óðaönn að skipuleggja kvennaverkfall á föstudag. Við litum á skrifstofu BSRB í dag sem þar sem undirbúningur var í fullum gangi.
Spennumyndin Víkin í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður frumsýnd í lok mánaðar. Myndin var tekin upp við vægast sagt hrikalega aðstæður á Hornströndum. Kastljós kynnti sér myndina.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Mosfellsbæjar og Akureyrar.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga.
Lið Mosfellsbæjar skipa: Valgarð Már Jakobsson framhaldsskólakennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, Bragi Páll Sigurðarson ljóðskáld og Þóranna Rósa Ólafsdóttir starfsmaður í Varmárskóla í Mosfellsbæ.
Lið Akureyrar skipa Börkur Már Hersteinsson lífeðlisfræðingur, framhaldsskólakennari við VMA og doktorsnemi, Urður Snædal prófarkalesari og vinnur á kaffihúsi og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og háskólakennari við HA.
Norskur heimildarþáttur um frjálsíþróttamann sem reynir að slá 28 ára heimsmet í 400 metra grindahlaupi karla. Langlíft heimsmet Kevins Young frá 1992 er 46,78. Er hinn 23 ára Norðmaður, Karsten Holm, kominn til að slá metið?

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Nú eiga krakkarnir að búa til vindknúið ökutæki sem þau keppa með í lokin. Hvort farartækið fer lengra á styttri tíma? Nú er eins gott að lesa leiðbeiningarnar mjög vel! Þessi keppni er æsispennandi og það er gríðarlegt magn af slími í lokin - eða hvað?
Bláa liðið:
Keppendur:
Emil Björn Kárason
Arnaldur Halldórsson
Stuðningslið:
Mattías Kjeld
Stefán Aðalgeir Stefánsson
Haraldur Elí Sigurðsson
Matthías Davíð Matthíasson
María Karítas Káradóttir
Mikael Köll Guðmundsson
Jón Breki Gunnlaugsson
Steinunn Maria Matthíasdottir
Emelía Óskarsdóttir
Bragi Þór Arnarsson
Gula liðið:
Keppendur:
Ísabel Dís Sheehan
Erna Tómasdóttir
Stuðningslið:
Sigurlína Sindradóttir
Móey Kjartansdóttir
Auður Drauma Bachmann
Glóey Bibi Jónsdóttir
Röskva Sif Gísladóttir
Birna Dís Baldursdóttir
Karen Kristjánsdóttir Sullca
Gabríel Máni Ómarsson
Ástrós Eva Einarsdóttir
Urður Eir Baldursdóttir
Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Hópurinn sýnir nokkar einfaldar jógastöður.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir, María Elín Hjaltadóttir, Klara Sjöfn Ragnarsdóttir, Lára Marín Áslaugsdóttir, Heiðdís Ninna Daðadóttir og María Bríet Ásbjarnardóttir.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
🔊Nýr dagskrárliður🔊 Í fyrsta þættinum af Köfum dýpra fjöllum við um Kvennafríið sem vakti heimsathygli og fagnar sínu 50 ára afmæli á morgun, þegar konur og kvár ganga út af vinnustöðum sínum á nýjan leik. Embla Bachmann tekur á móti ykkur í dag.
Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Vírus breiðist út og allir fara að hafa áhyggjur. Emma og Anton huga að öðru.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvaða áhrif hefur bilunin í Norðuráli á Akranes vegna fjölda íbúa sem vinna á Grundartanga? Rætt við Harald Benediktsson, bæjarstjóra Akraness.
Icelandair mun að öllum líkindum skila tapi í ár, þrátt fyrir gott gengi í farmiðasölu. Hvað skýrir þetta og hvernig ætlar fyrirtækið að bregðast við? Rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair.
Janus Bragi Jakobsson hefur fylgt eftir fjórum mönnum sem allir eiga það sameiginlegt að taka líf sitt upp á myndbönd og setja þau á netið. Í heimildarmyndinni Paradís amatörsins er reynt að svara því hvers vegna mennirnir gera þetta.

Heimildarmynd frá 2022 um rithöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Auður Jónsdóttir tekur Vigdísi tali og vinir og samferðamenn tala um kynni sín af henni. Rætt er um feril hennar og árin sem hún stundaði kennslu á Ströndum.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Úkraínsk leikin þáttaröð frá 2023 um sex ólíkar sögur þeirra sem ákváðu að verða eftir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þegar flestir flúðu eftir innrás Rússlands í febrúar 2022. Meðal leikenda eru Oleksandr Rudynskyy, Ekaterina Varchenko og Vyacheslav Dovzhenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Felix lokar augunum fyrir áfengisneyslu Klöru og reynir að finna sér ný verkefni með slæmum afleiðingum.
Breskir sakamálaþættir frá 2023. Rannsóknarlögreglumaðurinn Humphrey Goodman og unnusta hans, Martha, flytja í lítið þorp í Devon á Englandi. Humphrey gengur í lögreglu þorpsins þar sem hann rannsakar glæpi eins og honum einum er lagið. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
Felix remains in denial about Klara’s growing drinking problem. To distract himself, he takes on new tasks - with disastrous results.