Stuttir þættir þar sem rætt er við vísindamenn um hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á villta náttúru Íslands. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Dagskrárgerð: Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason. Framleiðsla: Ljósop.
Í þættinum er rætt við vísindamenn um mývarginn á Mývatni, fiðrildavöktun og breytingar í samsetningu smádýra og skordýra í lífríki Íslands samfara mögulegum loftslagsbreytingum.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Flerir börn gætu fengið nauðsynlega meðferð við kvíða ef áætlanir um stafræna útgáfu hugrænnar atferlismeðferðar ganga eftir, sem nú eru í þróun hjá Háskólanum í Reykjavík. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR, Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild og Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við HR lýsa þessum stafrænu áherslum.
Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í dag. Hann ræðir við Kastljós frá Suður-Kaliforníu þar sem hann er nú staddur á tónleikaferðalagi.
Anna-Karin Hatt, leiðtogi Centerpartiet í Svíþjóð, sagði nýverið af sér vegna hótana og hatursfullrar umræðu sem beindist gegn henni. Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðingur, hefur rannsakað umræður og starfsumhverfi stjórnmálafólks á Íslandi.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Borgarbyggðar og Skagastrandar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri.
Lið Borgarbyggðar skipa Stefán Gíslason umhverfisráðgjafi og fjallvegahlaupari, Eva Hlín Alfreðsdóttir handverkskona og háskólanemi og Jóhann Óli Eiðsson laganemi og fréttamaður á 365.
Lið Skagastrandar skipa Trostan Agnarsson kennari, Eva Ósk Hafdísardóttir skólaliði á Höfðaskóla á Skagaströnd og Árni Friðriksson starfsmaður á Biopol á Skagaströnd.

Íslensk heimildarmynd frá árinu 2012. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum á Vesturlöndum og ein af hverjum tíu getur búist við því að greinast með þetta mein einhvern tíma á lífsleiðinni. Þótt miklar framfarir hafi orðið í meðhöndlun brjóstakrabbameins á undanförnum árum hafa læknavísindin enn ekki öðlast fullan skilning á orsökum þess og útbreiðslu til annarra líffæra.
Í myndinni segir frá samtökunum Göngum saman, sem stofnuð voru árið 2007 til þess að styðja íslenskt vísindafólk við grunnrannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Framleiðandi Epos ehf. fyrir Göngum saman.
Heimildarmynd frá 2023 um brjóstakrabbamein á Íslandi. Rætt er við lækna og fólk sem hefur glímt við sjúkdóminn um greiningu hans og meðferð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna hér á landi. Framleiðandi er Epos kvikmyndagerð fyrir Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við brjóstamiðstöð Landspítala.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Óvelkomnir gestir gera vart við sig á höfði Fredda. Það eru Kítlukrútt! Litríkir, loðnir hnoðrar sem kitla svakalega! Vinirnir reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að losa Fredda við óværuna en án árangurs. Það er ekki fyrr en Freddi fær ráð hjá Herra Barra sem þau ná að leysa vandamálið....eða hvað?
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Tara tölvuskrímsli er pínulítil tölvuleikjaóð vera. Hún nærist á þungu lofti og svita og það besta sem hún veit eru innipúkar sem hanga í tölvuleikjum. Þegar hennar versti óvinur, ferskt loft mætir, þá flýr hún langt, langt í burt. En hvurt?

Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?

Þáttabrot úr Stundinni okkar 2018. Krakkar lesa fyrir okkur frumsamdar hryllingssögur.
Freyja Gyðudóttir Gunnarsdóttir les fyrir okkur söguna sína Rauða krákan.
Sagan kom út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.
Ritstjórn bókar: Markús Már Efraím

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla þjóðlagið Nú vil ég enn í nafni þínu við sálm Hallgríms Péturssonar í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar. Lagið er í útgáfu Hamrahlíðarkórsins frá 1993 undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Við sögu koma íslenska skammdegið, skólasund, Hockey pulver og strætisvagnar. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Útreiðartúrinn eftir Rögnu Sigurðardóttur, Emilíu eftir Ragnar Jónasson og Skólastjórann eftir Ævar Þór Benediktsson. Við förum svo norður í Skagafjörð á slóðir Jóns Ósmanns sem var ferjumaður á Héraðsvötnum og sögufræg persóna. Svissneski rithöfundurinn Joachim B. Schmidt hefur ritað skáldsögu sem er byggð á honum og nefnist einfaldlega Ósmann. Hún er nú komin út á íslensku. Kristín Svava Tómasdóttur segir okkur frá bók sinni sem heitir Fröken Dúlla en þar rekur hún ævi Jóhönnu Knudsen sem varð nokkuð alræmd fyrir afskipti sín af stúlkum og konum á tíma hins svonefnda ástands. Jón Erlendsson spjallar við okkur um þýðingu sína á hinu mikla verki Don Juan eftir Byron lávarð og líka um leikrit sitt í bundnu máli sem nefnist Hóras prins af Hákoti. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, ræðir um útgáfu og lestur á Halldóri Laxness.
Áströlsk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Liane Moriarty. Sophie Honeywell erfir hús á lítilli eyju í grennd við Sydney. Nokkrum áratugum áður hvarf par á eyjunni og fljótlega eftir komuna þangað áttar Sophie sig á að hún er full af leyndardómum. Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Miranda Richardson og Danielle Macdonald. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Finnsk heimildarþáttaröð frá 2024 um lítt þekkta atburði á norðurslóðum í kalda stríðinu, meðal annars tengda valdatafli stórveldanna, njósnum og kjarnorkutilraunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Dönsk heimildarmynd frá 2023. Hjónin og kvikmyndagerðarfólkið Mira Jargil og Christian Sønderby Jepsen vilja finna jafnvægi í streitumiklu lífi sínu. Þau leita ráða hjá frægum dönskum vísindamanni sem gerðist búddamunkur djúpt í fjöllum Srí Lanka. Þegar þau kynnast honum betur og kafa dýpra í fortíð hans komast þau að því að ekki er allt sem sýnist.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.