Keppni á HM í sundi í 25 metra laug í Ungverjalandi.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Á aðventunni undanfarin ár hefur margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar komið í þáttinn Vikan með Gísla Marteini og troðið upp með jólalögum, ýmist nýjum eða gömlum. Mörg þessara laga hafa aldrei heyrst nema í þetta eina skipti. Nú hafa verið teknar saman nokkrar af þeim perlum, sem fluttar hafa verið í beinni útsendingu á föstudagskvöldum, í þennan jóla-gleðiþátt.
Sjö döff nemendur frá fjórum Norðurlandanna hefja nám í leiklistarskóla í Stokkhólmi. Í þessum sænsku heimildarþáttum sjáum við þau glíma við verkefni á borð við slæman fjárhag, líkama sinn, sjálfsmynd, rödd og ekki síst tungumálið og svo spurninguna um hvað þarf til að verða góður leikari.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Snæfellsbæjar og Garðabæjar. Fyrir Snæfellsbæ keppa Magnús Þór Jónsson, Rósa Erlendsdóttir og Þorgrímur Þráinsson og í liði Garðabæjar eru Ólöf Ýrr Atladóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Íslenskum kvikmyndum fjölgar á seinni hluta fyrsta áratugar þessarar aldar. Margar þeirra má kalla rammíslenskar. Þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Á sama tíma koma fram margar myndir þar sem umheimurinn er áberandi á yýmsa vegu. Því er meðal annars spurt, hvað er íslensk kvikmynd? Fjallað er sérstaklega um kvikmyndir Sólveigar Anspach en auk þess myndirnar Mýrin, Börn, Foreldrar, Skrapp út, Brúðguminn og Kaldaljós.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Danskur þáttur þar sem við fylgjumst með jólaundirbúningi bóndans Franks Erichsen og fjölskyldu hans úr þáttunum Basl er búskapur. Í þættinum búa þau meðal annars til heimatilbúnar jólagjafir og jólalíkjör.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti sjáum við heimili jólasveinnanna, sem er í Dimmuborgum í Mývatnssveit.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Stekkjastaur skildi eftir góðgæti í stígvélinu hans Þorra og Þura kemur í heimsókn með jólasveinaleikföng.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Að þessu sinni búm við til piparkökuhús í Kveikt á perunni. Skaparar og keppendur. Gula liðið: Snæfríður Sól Ingvadóttir Jóhannes Jökull Þrastarson Bláa liðið Heiðar Már Valdimarsson Erna Magnea Albertsdóttir
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.