Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor taka á sig mynd og spennan magnast í aðdraganda kosninga. Um hvað verður kosið og við hverju megum við búast? Rýnt er í stöðuna með Aðalsteini Kjartanssyni, aðstoðarritstjóra á Heimildinni, og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, frumkvöðli og fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Arnalds segist ekki sjá tilgang í öðru en gera persónulega tónlist. Sú afstaða styrktist eftir eitt viðburðaríkasta ár í lífi tónlistarmannsins. Við heimsækjum Ólaf í lok þáttar,

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Heimildarmynd um rithöfundinn Ólaf Hauk Símonarson, feril hans og verk. Arthúr Björgvin Bollason tekur Ólaf Hauk tali og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttaröð um sögu norrænnar hönnunar á síðustu hundrað árum. Í þáttunum er meðal annars rætt við hönnuði og safnara sem veita innsýn í sögurnar á bak við heimsþekkta hönnunarmuni. Í hverjum þætti er fjallað um ákveðið tímabil á árunum 1925 til 2025. Þulur: Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Ítölsk leikin þáttaröð frá 2024 um einstæða móður af gyðingaættum sem reynir að komast af í Róm undir lok seinni heimsstyrjaldar þrátt fyrir fátækt og ofsóknir. Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Mattia Basciani og Valerio Mastandrea. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um tvær ljósmæður sem halda úti læknisþjónustu í vesturhluta Mjanmar. Þar reyna þær af öllum mætti að aðstoða Róhingja-múslima sem eru ofsóttir á svæðinu. Leikstjóri: Snow Hnin Ei Hlaing. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
HM 2007 var rússíbanareið. Eftir sigur á Ástralíu í fyrsta leik tapaði Ísland óvænt gegn Úkraínu og var á leið heim, nema liðinu tækist að vinna Frakkland í lokaleik riðlakeppninnar. Frakkar voru þá ríkjandi Evrópumeistarar og taldir sigurstranglegir á HM. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur íslenska liðið sýnt baráttuhug eins og í þessum leik. Á tímabili þurfti liðið að bremsa sig af til að vinna ekki of stórt vegna innbyrðisúrslita, því liðið hefði getað sent Frakka heim. Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson, Logi Geirsson og Sigfús Sigurðsson báru kyndilinn á þessu móti auk margra fleiri. 8. sætið varð á endanum hlutskipti Íslands eftir enn meiri rússíbanareið síðar í mótinu.