Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í dag kom út skýrsla nefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fimm ára tímabili á 8. áratugnum. Ólíkt fyrri skýrslu um sömu vöggustofu á öðru tímabili, þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð. Rætt við menn sem voru vistaðir á vöggustofunni á unga aldri sem lýsa miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.
Við lítum inn á æfingu á söngleiknum Ormstungu í Þjóðleikhúsinu. Þar sameinast Jói Pé og Króli á ný því Króli fer með eitt hlutverka og Jói Pé semur tónlist.
Fáum líka ráðlagðan dagskammt af derringi milli landshluta, þegar Óðinn Svan tekur verktaka í snjómokstri tali á Akureyri. Þar hefur snjó kyngt niður undanfarna daga og því nóg að gera.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Íslensk-grísk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjallað er um hverjir eru réttmætir eigendur menningarlegra listmuna. Hornsteinar menningar margra fyrrum nýlenduþjóða eru til sýnis á söfnum fyrrum nýlenduherra og í flestum tilvikum krefst það langrar baráttu að endurheimta munina. Leikstjórn: Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Kristinn Óli Haraldsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Ólafur Stefánsson.
Kári Egils og hljómsveit opna þáttinn á lagi Magga Eiríks, Braggablús.
Berglind Festival fer á stúfana á handboltavellinum.
Í miðjum þætti er óvænt uppbrot frá Ormstungu í Þjóðleikhúsinu.
Kári Egils og hljómsveit ljúka þættinum með laginu Highflyer.
Þrettánda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Breskir sakamálaþættir um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Aðalhlutverk: John Simm, Richie Campbell, Laura Elphinstone og Brad Morrison. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Hörkuspennandi verðlaunamynd frá 2021 í leikstjórn Philips Barantini. Myndin er tekin í einni samfelldri töku þar sem fylgst er með kvöldstund á veitingastað á annasamasta degi ársins. Matreiðsluteymið og þjónarnir eru undir gríðarlegu álagi og allt er undir. Aðalhlutverk: Stephen Graham, Vinette Robinson og Alice Feetham. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Þingmaður segir af sér vegna tilraunar til vændiskaupa