Góð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
Styrktaræfingar fyrir handleggi. Sitjandi æfingar. Gott að hafa létt lóð eða vatnsflösku við hendina.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ingunn Jónsdóttir og Þórir Harðarson læknar, sem reka frjósemisstofuna Sunnu segja nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort sæðisbankinn hafi brotið lög í máli danska sæðisgjafans. Alma Möller ræðir málið í samhengi íslenskrar heilbrigðislöggjafar og María Rut Baldursdóttur, formaður Tilveru, samtök fólks sem glímir við ófrjósemi leggur áherslu á að upplýsingagjöf til hlutaðeigandi foreldra sé stórbætt.
Menningarfélag Akureyrar stendur í ár fyrir tveimur ólíkum jólasýningum: Jóla-Lólu og Jólaglögg sem fanga jólaandann hvor með sínum hætti. Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir frá þeim, sem og leikarar Jólaglöggs, Vigdís Halla Birgisdóttir og Hjalti Rúnar Jónsson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Andri og Tómas finna Gráa lónið við Reykjanesvita áður en þeir fara til Keflavíkur í skoðunarferð um stúdíó Rúnars heitins Júl, Geimstein. Heima hjá Gylfa Ægis í Vogum á Vatnsleysuströnd kemst Andri að því hversu liðtækur myndlistarmaður kallinn er. Eftir ítarlega myndlistarsýningu sest svo Gylfi niður við skemmtarann í stofunni og gerir allt vitlaust. Í Mosfellsbæ gengur Andri úr skugga um hvort Álafosshverfið sé í raun og veru Kristjanía Íslands. Ferðalagið endar svo suður í Hafnarfirði í spennandi heimsókn hjá vélhjólaklúbbnum Óskabörnum Óðins.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar greinum við frá verðlaunum bóksalanna en það hefur verið árlegur viðburður í þættinum um langt skeið. Við kynnum einnig bækur sem eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Sigrún Pálsdóttir er til viðtals um skáldsögu sína Blái pardusinn - hjóðbók. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir segir frá sagnfræðiriti sínu sem nefnist Piparmeyjar - fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi. Við fjöllum um Heiðmyrkur sem er síðasta bindið í furðusagnaþríleik Inga Markússonar. Þór Tulinius segir frá Sálusafnaranum en það er fyrsta skáldsaga þessa góðkunna leikara. Að ógleymdum Gunnari V. Andréssyni og Sigmundi Erni Rúnarssyni en þeir eru höfundar bókarinnar Spegill þjóðar sem byggir á löngum ferli Gunnars sem blaðaljósmyndara. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kvöldsónötuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Veg allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Móðurást - sólmánuð eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti sjáum við heimili jólasveinnanna, sem er í Dimmuborgum í Mývatnssveit.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Á meðan Júlíus er í burtu verður Týr að ganga í hans störf. Það gengur ekki eins vel og hann vonaðist til.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Stekkjastaur skildi eftir góðgæti í stígvélinu hans Þorra og Þura kemur í heimsókn með jólasveinaleikföng.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Kaz er enn týnd og Drekaflugu finnst erfitt að yfirgefa búðirnar án hennar. Fisher er með tillögu fyrir Louis, en er honum treystandi?

Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.
Börkur er að spegla sig og Reynir talar um að hann hlakki svo til að fara í jólaboðið um kvöldið. En Börkur er eitthvað stúrinn og eftir mikið japl jam og juður þá segir Börkur að það sé hárið á honum sem er að angra hann. Börkur biður Reyni um að klippa sig eins og Trjelfis. Reynir segir að hann kunni bara að klippa tré og runna en ekki hár en á endanum lætur hann undan og klippir Börk. Það misheppnast og Börkur verður rosa sár. Reynir finnur svo fínan hatt og setur á Börk og þá verður hann svaka ánægður og þeir drífa sig í jólaboðið.

Norskir gamanþættir teknir upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Bandarísk kvikmynd frá 2013 byggð á samnefndu leikriti eftir Tracy Letts. Hjónin Beverly og Violet Weston búa í Oklahoma og eiga þrjár uppkomnar dætur. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar snúa aftur á æskuheimili sitt. Þær eiga í flóknu sambandi við móður sína og endurfundirnir leiða til uppgjörs auk þess sem ýmis fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Meðal leikenda eru Meryl Streep, Julia Roberts, Ewan McGregor og Juliette Lewis. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Hollands og Noregs í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta.