Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi vakti um helgina máls á ítrekuðum árásum nemenda í skólanum á kennara það sem af er skólaári. Erfiðum málum hafi fjölgað síðustu ár og skólastjórum finnist eins og skólarnir séu að bregðast nemendum sem komast ekki að í sérúrræðum sem sótt er um. Gestir þáttarins eru Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Magnús Sigurðarson listamaður hefur um árabil búið í Miami og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Hann segist heillast af lágkúru og hellir upp á rótsterkt kaffi fyrir Kastljós hér síðar í þættinum.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þetta sinn mætast lið Ásahrepps og Fjarðarbyggðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Guðrún Dís Emilsdóttir dagskrárgerðarkona.
Lið Ásahrepps skipa Björk Jakobsdóttir leikkona, skáld og leikstjóri, Ölvir Karlsson laganemi og Gunnar Sigurbjörnsson tómstunda- og forvarnarfulltrúi í Árborg.
Lið Fjarðabyggðar skipa Alma Sigurbjörnsdóttir grunnskólakennari á Reyðarfirði og kokkur á Hildebrand, Guðjón Björn Guðbjartsson hagfræðinemi við HÍ og Jón Svanur Jóhannsson grunnskólakennari og forstöðumaður félagsmiðstöðvar á Eskifirði.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Silfrið heldur sig á innlendum vettvangi þessa vikuna. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra setja samgöngur úr skorðum, viðskiptabankar gera hlé á veitingu verðtryggðra lána meðan þeir ná áttum eftir vaxtadóm Hæstaréttar, og Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér aftur sem formaður Framsóknarflokksins. Við förum yfir þessi mál og fleiri með þingmönnunum Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Ólafi Adolfssyni og Snorra Másssyni.
Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
Í þessum þætti liggur leiðin á Kyrrahafsströndina, til Vancouver. Viðmælendur Egils í þættinum eru Joan Thorsteinson Linde, Dave Kristmanson, Roy Thordarson, Bill Valgardson, Gerri McDonald, Heather Ireland, Fred Bjarnason, Robert Frederickson, Pauline Dehaan, Robert Asgeirsson, inga Gunnarsdóttir og Norma Guttormsson.

Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Flerir börn gætu fengið nauðsynlega meðferð við kvíða ef áætlanir um stafræna útgáfu hugrænnar atferlismeðferðar ganga eftir, sem nú eru í þróun hjá Háskólanum í Reykjavík. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR, Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild og Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við HR lýsa þessum stafrænu áherslum.
Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í dag. Hann ræðir við Kastljós frá Suður-Kaliforníu þar sem hann er nú staddur á tónleikaferðalagi.
Anna-Karin Hatt, leiðtogi Centerpartiet í Svíþjóð, sagði nýverið af sér vegna hótana og hatursfullrar umræðu sem beindist gegn henni. Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðingur, hefur rannsakað umræður og starfsumhverfi stjórnmálafólks á Íslandi.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Tugir milljarða króna streyma til ólöglegra erlendra veðmálafyrirtækja á ári. Maður sem ánetjaðist veðmálum varð háður kvíðanum og spennunni við það að tapa.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Í þættinum rýnum við í ólíkar birtingarmyndir ljóðsins eftir listgreinum. Er hægt að flytja ljóð í dansi? Við ræðum andófið hjá Pussy Riot, fylgjumst með ungum rappara keppa í rímnaflæði, skoðum sléttuböndin í þungmálmi Skálmaldar og margt fleira.
Breskt drama frá 2021 um Talithu Campbell, dóttur auðugs athafnamanns, sem er handtekin, grunuð um morð á skólasystur sinni. Lögmaðurinn Cleo Roberts er ráðin til að verja Talithu á meðan lögregla og saksóknari vinna hörðum höndum að því að sanna sekt hennar. Aðalhlutverk: Celine Buckens, Tracy Ifeachor og Joseph Payne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Ben Zand rannsakar líf og störf nokkurra alræmdustu glæpamanna heims. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.