15:35
Kveikur
Stuðlar komnir langt yfir þolmörk og hafið kólnar við Ísland
Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.

Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir og Ingvar Haukur Guðmundsson fjalla um marga þætti sem hafa farið aflögu í starfsemi Stuðla og meðferðarheimila fyrir unglinga.

Húsnæðið er ekki hannað fyrir alla þá unglinga sem þar eru vistaðir. Þar er blandast saman börn með mjög ólíkan vanda og á breiðu aldursbili. Fjöldi starfsmanna hefur fengið höfuðhögg frá skjólstæðingum og erfitt er að koma í veg fyrir að fíkniefnum sé smyglað þangað inn.

Ingólfur Bjarni Sigfússon og Árni Theodórsson fjalla um áhyggjur af kólnun hafsins við Ísland. Fyrir nokkrum árum bárust fyrst fregnir af því að Golfstraumurinn gæti stöðvast, með vofeiglegum afleiðingum. Ófáir vísindamenn slógu á þessar spár, en þeim hefur fækkað.

Nú er svo komið að sumir þeirra sem efuðust í fyrstu hafa miklar áhyggjur af því að veltihringrás Norður-Atlantshafsins, AMOC, geti hægt verulega á sér eða jafnvel stöðvast á næstu áratugum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,