Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Unglingsstúlka, sem lenti í greipum ofbeldishópsins 764, var þvinguð til sjálfskaða í beinu netstreymi og varð vitni að grófu ofbeldi gegn öðrum unglingum. Málið rataði á borð lögreglunnar eftir að stúlkan deildi reynslu sinni á Tiktok.
Stúlkan og móðir hennar sögðu sögu sína í Kastljósi. Við ræðum líka við Þóru Tómasdóttur fréttamann, sem hefur rannsakað málið.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Seltjarnarness og Akraness. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Björg Magnúsdóttir dagskrárgerðarkona.
Lið Seltjarnarness skipa Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri og söngleikjaframleiðandi, Saga Ómarsdóttir viðburðar- og kynningastjóri hjá Icelandair og Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarmála hjá Reykjavík.
Lið Akraness skipa Valgarður Lyngdal Jónsson barnakennari og bæjarfulltrúi, Vilborg Guðbjartsdóttir barnakennari, bæjarfulltrúi og sjálfstætt starfandi leikjaframleiðandi og Vífill Atlason sem býr til ál.
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Í þættinum er fjallað um Ásu Björk Ólafsdóttur, prest, sem flutti sig um set frá Íslandi og er nú prestur í smábænum Kells á Írlandi þar sem hún unir hag sínum vel. Fjallað er um daglegt líf hennar og fjölskyldu og fylgst með þeim við leik, störf og nám.
Þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk, vini og kunningja Vigdísar um forsetatíð hennar og þrautagönguna að embættinu. Hvað einkenndi íslensku konuna sem braut blað í heimssögunni og hvaða áskoranir fylgdu því að vera fyrsta konan? Hvaða pólitísku mál reyndust henni erfiðust og að hvaða leyti hafði Vigdís áhrif á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar? Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Gufuböð eru ómissandi liður í hátíðarhöldum Finna. Hvernig eru gufubaðssiðir Finna í dag? Af hverju hafa konur sérstakan áhuga á gufubaði? Hvað þýðir gufubaðið fyrir Finna? Stuttur heimildarþáttur um gufubaðshefðir Finna.

Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Förum í ferðalag í gegnum skóginn og tökum eftir trjánum og dýrunum sem búa þar. Átt þú þér uppáhalds tré?
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Sveppasystkinin Búi og Gló villast í helli og rifja upp þegar þau villtust af leið í berjatýnsluleiðangri í Leyniskóginum. Þar lentu þau í óvæntu en jafnframt mjög skemmtilegu ævintýri, borðuðu boltaber (stærstu og safaríkust ber á allri Tulipop) og eignuðust nýjan vin.
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Stórskotalið íslenskrar stemningar og sjöu-skaðræðis, Ðe lónlí blú bojs, er tekið fyrir. Smellur þeirra, Harðsnúna Hanna, eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson, hefur lifað með Íslendingum í tæpa hálfa öld og það er ekkert lát á vinsældunum. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið og allt sem því fylgir. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlaskrifari, er gestur í Kilju að þessu sinni. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Allt sem við hefðum getað orðið. Nýstirni í íslenskum bókmenntum hittum við norður á Hjalteyri, það er Nína Ólafsdóttir, sem hefur fengið feikilega góða dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá stuttri skáldsögu eftir sig sem nefnist Jötunsteinn - og fjallar um arkitektúr meðal annars. Jón Óskar Sólnes bjó árum saman í Washington og segir frá lífinu þar í samnefndri bók. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Láka-rímur eftir Bjarka Karlsson, Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason og Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.
Áströlsk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Liane Moriarty. Sophie Honeywell erfir hús á lítilli eyju í grennd við Sydney. Nokkrum áratugum áður hvarf par á eyjunni og fljótlega eftir komuna þangað áttar Sophie sig á að hún er full af leyndardómum. Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Miranda Richardson og Danielle Macdonald. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Eistnesk-íslensk heimildarmynd um konur sem tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum og skola af sér skömmina í öruggu umhverfi gufubaðsins. Myndin var framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna 2024 og valin besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Leikstjóri: Anna Hints.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.