
Þegiðu og syntu!
Íslensk heimildarmynd um Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda yfir Ermarsund. Í myndinni er ótrúlegu þrekvirki hennar lýst en sundið tók hana 22 klst. og 34 mín. Farið er yfir sögu Sigrúnar, hver hún er, af hverju hún fór að stunda sjósund og hvers vegna hún ákvað að synda yfir Ermarsundið. Myndin inniheldur upptökur frá sjálfu sundinu þar sem fram kemur hlátur, grátur, uppköst, uppgjöf, söngur og gleði. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson.