Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Aðgerðir Bandaríkjastjórnar í Venesúela hafa valdið uppnámi, þótt viðbrögð flestra ríkja hafi einkennst af varkárni. Nú óttast margir að Trump auki ásælni sína á Grænlandi. Hvar stendur Ísland í þessum veruleika, og hvernig gæti varnarsamningur okkar við Bandaríkin virkað við slíkar aðstæður?

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Hafþór Gestsson starfaði sem fangavörður í nær fjóra áratugi og hafði áhrif bæði á fanga og aðra fangaverði með einstakri nærveru og sýn sinni á starfið. Helga Rósa Hansdóttir hefur starfað sem sjúkraliði á vökudeild í rúma þrjá áratugi. Þar hefur hún veitt hræddum og örþreyttum foreldrum fyrirbura og viðkvæmum nýburum ómældan stuðning og hjálp í gegnum árin.

Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.
Á flandri sínu um Skagafjörð kíkir Andri í vesturfarasetrið á Hofsósi. Þar ákveður hann að heimsækja frændur okkar í vestri. Hann skilur bolabítinn Tómas eftir og kippir KK með sér sem ferðafélaga. Fyrsta heimsókn Andra er í smábæinn Minnesota þar sem Vestur- íslenski sérvitringurinn Darren Gislason sýnir honum afrakstur áratuga safnaraárattu sinnar. Því næst keyrir Andri til Fargo í Norður Dakóta. Þar skoðar hann muni tengda samnefndri kvikmynd þeirra Cohen bræðra áður en hann hittir Sunnu Pam Furstenau sem er ein aðal sprautan í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Bandaríkjunum. Frá Fargo liggur leiðin norður til Mountain þar sem flestir íbúar eiga ættir sýnar að rekja heim til Íslands. Á elliheimilinu Borg spjallar Andri við nokkra öldunga sem allir tala betri íslensku en hann sjálfur. Andri fær svo leiðsögn um bæinn og nærliggjandi sveitir, hittir áhugaverða Vestur-Íslendinga og skoðar meðal annars kirkjugarðinn þar sem skáldið og drykkjumaðurinn K.N. hvílir. Í lok þáttar gerist Andri menningalegur og flytur ljóð eftir Stephan G. við minnismerki um þann merka mann.


Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Fyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Þættir frá 2011.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarmynd um rithöfundinn Ólaf Hauk Símonarson, feril hans og verk. Arthúr Björgvin Bollason tekur Ólaf Hauk tali og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá 2005 í leikstjórn Martins Scorseses um tónlistarmanninn Bob Dylan og áhrif hans á bandaríska tónlist og menningu á 20. öldinni. Í myndinni er fjallað um tímabilið frá 1961 til 1966 í lífi Dylans, frá því hann kom til New York sem trúbador og varð að heimsþekktri rokkstjörnu.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ditte tekst á við skjáfíkn ungra barna og veitir meðferð við eitraðri karlmennsku, þótt það kosti nokkur brotin hjörtu. Eftir því sem hún tengist samfélaginu í húsinu þéttari böndum, þeim mun fleiri verða verkefnin. Á fyrstu hæð búa flóttamenn í neyð, á þriðju hæð er meðvirkni og alkóhólismi og á annarri hæð býr umhverfissóði hússins – sem er líka formaður húsfélagsins.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Evrópumótið í Svíþjóð 2002 var fyrsta mót Guðmundar Guðmundssonar með íslenska liðið, og varð gæfuríkt. Liðið fór í undanúrslit EM í fyrsta sinn, og var það aðeins í annað sinn í sögunni sem íslenska liðið komst í undanúrslit stórmóts. Undanúrslitasætið var tryggt með sigri á Þýskalandi og varð Ísland að vinna til að komast áfram. 4. sætið varð að lokum niðurstaðan hjá Íslandi á mótinu. Þarna voru leikmenn á borð við Sigfús Sigurðsson, Guðjón Val Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson, auk fleiri sterkra.
A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte confronts young children’s screen addiction and provides therapy for toxic masculinity, even if it leads to a few broken hearts. As she forms closer ties with the community in the building, the more tasks arise. On the first floor there are refugees in distress, the family on the third floor suffers from codependency, and on the second floor resides the building’s environmental mess - which also happens to be the chairman of the tenants’ association.