
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er hræddur um að dóttir hans slasi sig, ef hún djögglar of þungum hlutum. Hann verður að trufla sýninguna áður en það gerist.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft hefur loksins fundið klútinn sinn en þarf nú að finna út úr því hvernig það nær honum til baka! Áróra nær að gera við hjólið sitt alveg sjálf og Sunna lætur krakkana keppa í reipitogi.
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í fyrsta þætti vetrarins heimsækir Ævar Surtsey, spjallar við hina einu sönnu Dr. Jane Goodall, skoðar íslenska tilraun sem gæti bjargað heiminum og hægir allverulega á sér.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Í þessum lokaþætti Er þetta frétt? að sinni eigast við fulltrúar ýmissa fjölmiðla sem hafa horfið af braut. Það eru þær Lóa Pind Aldísardóttir sem var eitt sinn starfsmaður NFS og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir frá Blaðinu sem mæta þeim Guðmundi Steingrímssyni frá Tímanum og Þorsteini Joð Vilhjálmssyni af Ekki fréttastofunni.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Jógvan Hansen.
Brynhildur Guðjónsdóttir sviptir hulunni af leikurunum í nýja söngleik Borgarleikhússins Moulin Rouge.
Berglind Festival kynnir sér hið íslenska sumar.
Strákarnir í VÆB flytja lögin Gísli Marteinn og Róa.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Fáir listamenn hafa lagt jafnmikið inn í þroskasögu íslensku þjóðarinnar og Páll Óskar. Sem tónlistarmaður, aðgerðasinni og mannvinur hefur hann verið skrefi á undan og með víðari sýn en við hin, og miðlað því með kærleika og gleði að vopni. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla hér lagið Tókst með Páli Óskari af plötunni Seif frá 1996. Um er að ræða eitt af hans minna þekktu lögum, en þó með þeim mikilvægari. Sandra Barilli lítur við ásamt trommaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Bókmenntahátíð í Reykjavík er í forgrunni í Kilju vikunnar, en hún hefst nú á miðvikudag. Við kynnum okkur höfunda sem koma á hátíðina og verk þeirra. Meðal þeirra er franski rithöfundurinn Hervé Le Tellier en bók hans sem heitir L´anomalie fjallar um það hvernig heimurinn fer nánast á hliðina eftir að flugvélar lenda í skelfilegri ókyrrð undan ströndum Bandaríkjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir um nýja ljóðabók sína sem nefnist Spunatíð en líka um bókaforlagið Dimmu sem hann rekur af miklum myndarskap og vandvirkni. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Dýrafjörð og þar verða meðal annarra á vegi okkar Gísli Súrsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sighvatur Borgfirðingur og Kristín Dahlstedt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Diplómati deyr eftir Elizu Reid, Kúnstpásu eftir Sæunni Gísladóttur og Millileik eftir Sally Rooney.

Íslensk heimildarmynd þar sem fjórar af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar, þær Edda Björgvinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir og Margrét Guðmundsdóttir ræða lífið í samhengi við leikverkið Ein komst undan eftir Caryl Churchill sem þær setja upp í Borgarleikhúsinu undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Framleiðandi: Republik.

Íslandsmót í áhaldafimleikum.

Sænskir þættir um fólk sem stundar handverk af ýmsu tagi.


Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti kíkjum við í heimsókn í Danslistaskóla JSB og kynnum okkur hvernig maður dansar jazzballet.
Systurnar Kristín, Elva Rún og Guðný æfa hestaíþróttir og þær sýna okkur segja frá hvernig það er að keppa á hestum.
Í Jógastundinni sýna þær Jóhanna, Elín og Embla nokkrar flottar jógaæfingar. Og í Víkingaþrautinni þurfa krakkarnir að keppa í víkingaknattleik við sjálfan Loka.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Í þessum fyrsta heimilisfræðitíma vetrarins, kynnast krakkarnir í skólanum nýja heimilifræðikennaranum sínum henni Hrefnu.
Hrefna fer með krakkana í matarferðalag um heiminn og að þessu sinni verður Frakkland fyrir valinu.
Krakkarnir búa til dýrindis "French toast", "Pain purdu", "týnt brauð" eða einfaldlega eggjabrauð, sem er reyndar ekki frá Frakklandi, en það er önnur saga.

Í smáseríunni Sport hittum við krakka og unglinga sem eru að æfa alls konar skemmtilegar íþróttir. Þau segja okkur frá íþróttinni sinni og sýna okkur nokkur undirstöðuatriði.
Systurnar Kristín, Elva og Guðný æfa hestaíþróttir. Þær eru alla daga í hesthúsunum að hugsa um hestana og fara á bak þeim. Þær hafa oft keppt á hestunum og unnið til fjölda verðlauna. Hér segja þær okkur frá því hvernig það er að æfa hestaíþróttir.
Fram koma:
Elva Rún Jónsdóttir
Guðný Dís Jónsdóttir
Kristín Rut Jónsdóttir
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Í þessum þætti hitta þau Sævar Helga í íshelli sem segir okkur frá því afhverju jörðin er að hlýna - og síðan hitta þau Eddu Sigurdísi úti í skógi sem segir þeim frá því hvernig trén geta hjálpað okkur í loftslagsbaráttunni.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Frá Ísafirði er siglt með ferðamenn í Jökulfirði á skútunni Artiku.
Sigurður Jónsson er kominn í Jökulfirði þar sem ekki er margt um manninn í byrjun mars. Hann er þar á skútunni Arktiku, ásamt hópi erlendra skíðamanna. Fyrirtæki Siguðrar á tvær skútur sem gerðar eru út frá Ísafirði, Arktiku og Auróru og þó að skútusiglingar séu eftirsóttar þá eru siglingarnar ekki endilega það sem málið snýst um.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.

Sannsöguleg bandarísk kvikmynd frá 2018. Það er mikið áfall fyrir skólalið kvenna í blaki í Iowa þegar vonarstjarna liðsins lætur lífið í umferðarslysi. Stelpurnar þurfa að taka á honum stóra sínum ætli þær að sigra meistaramót ríkisins og það kemur í hlut þjálfarans að stappa í þær stálinu. Aðalhlutverk: Helen Hunt, Erin Moriarty og William Hurt. Leikstjóri: Sean McNamara.

Sannsögulegt danskt-þýskt drama frá 2015. Eftir síðari heimsstyrjöld þvingar danski herinn hóp þýskra stríðsfanga, sem vart eru komnir af barnsaldri, til að sinna því lífshættulega verkefni að fjarlægja jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Piltarnir komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið. Aðalhlutverk: Roland Møller, Louis Hofmann og Joel Basman. Leikstjóri: Martin Zandvliet. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.