Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þingheimur ræddi um gagnastuld frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og embætti Sérstaks saksóknara á Alþingi í dag. Samdómur virðist um alvarleika málsins sem verður rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Gestir þáttarins eru þau Sigmundur Ernir Rúnarson, þingmaður Samfylkingar, og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Bræðurnir í VÆB segja að trúin hafi haft mikil áhrif á þá í uppvextinum. Tónlist var líka allt um lykjandi heima hjá þeim. Kastljós settist niður með þeim áður en þeir héldu til Basel til þess að keppa í Eurovision.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Fljótsdalshéraðs og Akraness. Lið Fljótsdalshéraðs skipa: Þorsteinn Bergsson, Ingunn Snædal og
Hrafnkell Lárusson. Lið Akraness skipa: Valgarður Lyngdal Jónsson, Þorkell Logi Steinsson og Reynir Jónsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Á Grenivík búa tæplega 400 manns og þar ólst handritshöfundurinn Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir upp. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Karen um æskuslóðir hennar á Grenivík.
Önnur sería þessara leiknu þátta sem byggðir eru á ókláraðri skáldsögu Jane Austen frá 1817. Þættirnir segja frá Charlotte Heywood, ungri konu sem flyst frá sveitaheimili foreldra sinna til sjávarþorpsins Sanditon þar sem ýmsar breytingar eru í vændum. Aðalhlutverk: Rose Williams, Crystal Clarke og Kris Marshall.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Sigrún Björnsdóttir er kennari og námsráðgjafi á eftirlaunum sem býr ein. Eftir að hún hætti að fá hádegismat í vinnunni hefur mataræðið orðið einhæfara og hún hefur tilhneigingu til að fá sér frekar kex með osti en að útbúa alvöru máltíð fyrir sig eina. Hún á það til að detta á bólakaf í sykurkarið og hefur ímugust á boðum og bönnum. Við skoðum líka ytri aðstæður okkar, hvað raunverulega ræður vali okkar hverju sinni og hvað stjórnvöld geta gert til að gera rétta valið auðveldara.
Danskir heimildarþættir í tveimur hlutum þar sem áhrif skjánotkunar á andlega og líkamlega líðan fólks eru rannsökuð. Í þáttunum tekur fjölskylda þátt í tilraun sem felur annars vegar í sér að eyða eins miklum tíma fyrir framan skjái og þau lystir og annars vegar að hætta allri skjánotkun og áhrif af hvoru tveggja eru skoðuð.
Í þessum þætti eiga fjölskyldumeðlimir að hætta allri skjánotkun í eina viku. Að lokum eru áhrif þess á andlega og líkamlega líðan þeirra skoðuð.

Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Breskir spennuþættir byggðir á samnefndri skáldsögu Anthonys Horowitz. Ritstjórinn Susan Ryeland fær í hendurnar handrit að nýjustu skáldsögu glæpasagnahöfundarins Alans Conway. Þegar hún kemst að því að lokakaflann vantar í handritið hefur hún leit að týndu blaðsíðunum og flækist í leiðinni óvænt í vef lyga og leyndarmála. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Conleth Hill og Tim McMullan.

Sænsk kvikmynd frá 2023. Evu finnst hún hafa lítinn tíma á höndum sér. Þegar hún vingast við stórleikarann Harold Skog áttar hún sig á því að lífið er alls ekki búið, heldur rétt að byrja. Aðalhlutverk: Lena Olin, Rolf Lassgård og Lars Väringer.

Flokkur breskra sakamálamynda um Morse rannsóknarlögreglumann í Oxford á yngri árum. Hann ræður strembnar morðgátur, kynnist mönnum sem hann á eftir að starfa með næstu áratugina og þróar með sér eftirtektarverð skapgerðareinkenni sem hann á eftir að fínpússa á löngum og gifturíkum ferli. Í helstu hluverkum eru Shaun Evans og Roger Allam. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Myndirnar eru hluti af þemanu Sakamálasumar.
Breskir sakamálaþættir frá 2021. Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick rannsakar hvarf fyrrum meðlims IRA. Hann neyðist til að horfast í augu við fortíðina þegar hann áttar sig á að málið tengist gömlu óleystu sakamáli sem tengist honum persónulega. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.