Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Úrsúla E. Sonnenfeld er uppfull af ævintýraþrá og unir sér best á flakki. Á sumrin er hún leiðsögumaður, fer með fjörutíu til sextíu manna hópa út um hvippinn og hvappinn og nýtur þess að vera á gamans aldri. Úrsúla er fædd á Íslandi en á ættir að rekja til Danmerkur og Úkraínu. Hún segir okkur merka sögu sína og allra þeirra þjóða sem að henni standa. Auk þess segir hún frá þeim áskorunum sem fylgja því að eldast og hvað hefur mótað hana mest í lífinu.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum úrslitaþætti mætast lið Reykjavíkur og Fljótsdalshéraðs.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa Eyjólfur Þorkelsson heimilislæknisefni á Egilsstöðum, Þorsteinn Bergsson sauðfjárbóndi og þýðandi og Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitasjórnarmála á Austurlandi.
Lið Reykjavíkur skipa Óttarr Proppé þingmaður Bjartrar framtíðar, Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ og Vera Illugadóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Tómas Rasmus greindist með krabbamein í hægri fæti og var aflimaður. Tómas er kennari með dellu fyrir skák, golfi og bridds. Hann segist vera húmoristi sem höktir um á öðrum fæti.

Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Andrea Gylfadóttir.

Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.

Norskur þáttur um móðurhlutverkið. Mæður ungra barna deila sögum af því hvernig líf þeirra breyttist þegar þær eignuðust sitt fyrsta barn og fjalla um allt sem þær vildu að þær hefðu vitað áður en þær tókust á við þetta krefjandi hlutverk.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Reynt að stilla til friðar í Úkraínu 2. Skólahald á Gaza 3. Verðlaun Barnaheilla. Ljúkum þættinum á Jólakettinum. Ari Páll Karlsson tekur á móti ykkur í dag.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld rannsökum við torfbæi á Suðurlandi, smökkum vegan osta í Hveragerði, keyrum hringveginn með fyrrverandi nemendum í Verslunarskóla Íslands og minnumst Gunnars Gunnarssonar rithöfundar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Frönsk heimildarmynd frá 2022 um Elsu Schiaparelli sem þykir einn áhrifamesti fatahönnuður 20. aldarinnar. Leikstjórn: Élise Chassaing.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.