Góð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
Styrktaræfingar fyrir handleggi. Sitjandi æfingar. Gott að hafa létt lóð eða vatnsflösku við hendina.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Halldór Árnason hefur skrásett minningar og hugsanir sínar eftir að hann var greindur með Alzheimer. Hann segir mikilvægt að tala opinskátt um veikindin og undir það tekur kona hans Þórunn Sigríður Einarsdóttir. Orð ársins árið 2025 var kosið af þjóðinni úr 10 orða lista og er lýsandi fyrir bæði gaman og alvöru síðasta árs. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV afhjúpar það. Bústaðurinn er nýtt leikrit eftir Þór Tulinius með Þórunni Lárusdóttur og Jónmundi Grétarssyni í aðalhlutverkum en það fjallar um breytingaviðmót Íslendinga á tímum aukinnar fjölbreytni.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Íslensk-grísk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjallað er um hverjir eru réttmætir eigendur menningarlegra listmuna. Hornsteinar menningar margra fyrrum nýlenduþjóða eru til sýnis á söfnum fyrrum nýlenduherra og í flestum tilvikum krefst það langrar baráttu að endurheimta munina. Leikstjórn: Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson.

Fylgstu með hugrökkum krökkum breytast í smáspæjara og takast á við fjölbreytt verkefni og ráðgátur í Krimmaborg. Með hjálp frá Spæjara X og Ninjo elta þau útsmogna skúrka og læra að vinna saman á skemmtilegan og spennandi hátt. Serían er með íslenskum texta.
Sænskir þættir sem fjalla um ævintýri sem eiga sér stað í sumarbúðum í Svíþjóð. Þar eru foringjarnir ekki alveg eins og fólk er flest og forvitin börn lenda í fjörugum aðstæðum, sem innihalda meðal annars boga, brjálaða geitunga og bjarnargildrur!

Leikir í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.
Leikur Íslands og Slóveníu á æfingamóti í Frakkland. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Upptaka frá 50 ára afmælistónleikum Mannakorna sem haldnir voru í Háskólabíói. Á tónleikunum flutti hljómsveitin, með Pálma Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttur og Magnús Eiríksson í fararbroddi, öll sín vinsælustu lög. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Þrettánda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Breskir sakamálaþættir um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Aðalhlutverk: John Simm, Richie Campbell, Laura Elphinstone og Brad Morrison. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson sérfræðingar Stofunnar á RÚV fara yfir víðan völl í upphitun fyrir EM karla í handbolta 2026. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Óli, Kári og Logi fara yfir veikleika og styrkleika allra leikmanna liðsins, stöðu fyrir stöðu. Ræða mögulegt byrjunarlið. Hverjir þurfa að stíga upp og hvaða leikmenn verða í mikilvægum hlutverkum.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Ísland var mætt til leiks gegn Spáni í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Peking 2008. Það var í þriðja sinn sem Ísland komst í undanúrslit en þetta var jafnframt mótið þar sem Ísland komst í fyrsta sinn í úrslit. Leikurinn gegn Spáni er mögulega, eða sennilega, sá eftirminnilegasti í handboltasögu þjóðarinnar. Með Loga Geirsson í ham gekk íslenska liðið frá því spænska í seinni hálfleik og tryggði sér verðlaunasæti á stórmóti í fyrsta sinn. Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson og Logi Geirsson voru þarna í eldlínunni ásamt mörgum, mörgum fleirum.