
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Hópurinn sýnir einfaldar jógastöður sem auka einbeitingu.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir, María Elín Hjaltadóttir, Klara Sjöfn Ragnarsdóttir, Lára Marín Áslaugsdóttir, Heiðdís Ninna Daðadóttir og María Bríet Ásbjarnardóttir.
Þáttabrot úr Stundinni okkar 2018. Krakkar lesa fyrir okkur frumsamdar hryllingssögur.
Orri Eliasen les fyrir okkur söguna Hvar eru jólin? eftir Gunnlaug Jón Briem.
Sagan kom út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.
Ritstjórn bókar: Markús Már Efraím
Íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson.Leikarar: Andrea Birna Guðmundsdóttir, Lúkas Emil Johansen, Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Framleiðsla: Hreyfimyndasmiðjan.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Edda Arnljótsdóttir og Örn Árnason.
Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög sem koma landsmönnum í sannkallaðan „jólafíling“. Dagskrárgerð: Baggalútur. Stjórn útsendingar: Gísli Berg.

Norsk gamanþáttaröð tekin upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu. Umsjónarmenn eru Erik Solbakken og Hasse Hope. e.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Auri Aurangsari Hinriksson er engin venjuleg kona á níræðisaldri. Hún er fædd og uppalin á Srí Lanka en flutti til Ísafjarðar á níunda áratugnum með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni heitnum. Auri hefur verið örlagavaldur í lífi margra því hún hefur í yfir þrjátíu ár aðstoðað fólk sem leitar uppruna síns á Srí Lanka. Hún var lengi kennari á Ísafirði og lauk doktorsprófi í ensku sjötug að aldri.

Upptaka frá jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem haldnir voru í Laugardalshöll 17. desember 2022. Fram koma: Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Eyþór Ingi, Gissur Páll, Svala, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmarsson, Hera Björk, Vigdís Hafliðadóttir, Jólastjörnurnar 2022 og fleiri. Stjórn upptöku: Þór Freysson. Framleiðsla: RÚV og Sena.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Valdimar Sverrison er lífsglaður fjölskyldufaðir og ljósmyndari sem missti sjónina óvænt, vart fimmtugur. Hann sneri vörn í sókn með húmorinn að vopni.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru aðstoðarmenn í háloftunum líka. Sjón er sögu ríkari.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Jólaþáttur Fjörskyldunnar.
Fjölskyldurnar Tómasarhagi og Illugagata keppa í Skissunni, Kvaðaspurningum, Gervigreind og fleiri leikjum.
Tómasarhagi: Margrét , Leifur, Dísa og Svava.
Illugagata: Sigurþór, Inga, Aron og Pétur.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nói heldur aftur upp á heiði, harðákveðinn í að finna jólasveininn.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þura kynnir Þorra fyrir jóla-ljósálfinum Ljósi og í sameiningu hjálpast þau að við að hughreysta Ljós.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við fjölskyldu sem fluttist frá Grænlandi í Þistilfjörð og gerðust þar bændur, við skoðum fréttamiðilinn Akureyri.net, förum á slóðir Hallgríms Péturssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kynnumst fallegri hefð í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttur þar sem skyggnst er bak við tjöldin við gerð fjórtándu og síðustu þáttaraðarinnar um rannsóknarlögreglukonuna Veru Stanhope.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða gamalt myndefni sem tengist jólunum og varðveitt er í Kvikmyndasafni Íslands. Þar eru meðal annars myndir frá jólaundirbúningi, jólaverslun, jólaboðum og jólatrésskemmtunum - af prúðbúnu fólki, kökum og jólatrjám, ýmist með rafljósum eða lifandi kertum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Upptaka frá jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar undir stjórn Marie Jacquot í dómkirkju heilags Stefáns árið 2023. Flutt eru verk eftir Michael Praetorius, Felix Mendelssohn Bartholdy, Albert hay Malotte, Johann Sebastian Bach og Pyotr Ilyich Tchaikovsky.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope, rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Vera rannsakar andlát á eyjunni helgu, sem virðist í fyrstu vera sjálfsvíg. Þegar hún og teymið hennar komast að því að um morð er að ræða velta þau því fyrir sér hvort þau muni sjálf lifa fram til jóla. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn og Kenny Doughty. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.