
Úrslit á HM í frjálsíþróttum í Japan.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dularfullt andlát íslensk-bandarísku dragdrottningarinnar Heklínu hefur vakið heimsathygli. Hún lést fyrir tveimur árum og vinir hennar og aðdáendur víða um heim vilja fá svör við spurningunni um hvað kom fyrir hana. Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst á Rás 1 hefur fjallað ítarlega um andlát Heklínu. Rætt er við Þóru Tómasdóttur fréttamann í þættinum.
Öll gögn sýna að við stefnum að útrýmingu heimsins segir Thomas Halliday. Þeir sem haldi öðru fram þekki annað hvort ekki gögnin eða eru að ljúga. Thomas var einn ræðumanna á Umhverfisþingi í Hörpu í dag.
Íshokkí veitir börnum nauðsynlega útrás og styrkir sjálfsmynd þeirra, segir íshokkídrottningin Sarah Smiley sem er einn farsælasti þjálfari Skautafélags Akureyrar. Guðrún Sóley heimsótti Söruh á dögunum.

Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Við ætlum að tala um menningarstríðið svonefnda, sem hefur blossað rækilega upp í kjölfar morðsins á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk fyrir helgi, auk þess sem fjölmenn mótmæli gegn flóttafólki voru í Bretlandi um helgina. Við freistum þess að henda reiður á stöðu mála með þeim Ingvari Smára Birgissyni lögmanni, Maríu Rut Kristinsdóttur alþingismanni, Kolbeini Stefánsyni, dósent í félagsráðgjöf, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, framkvæmdastjóra Courage International og fyrrverandi þingmanni Pírata.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda í vinsælasta sjónvarpsþætti á Íslandi. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
Í þessum þætti er farið til Winnipeg, en þar var á tímabili ein helsta miðstöð íslenskrar menningar í heiminum. Í Winnipeg kom út fjöldi íslenskra bóka og blaða og þar voru blómleg íslensk hverfi og mikið félagslíf. Viðmælendur Egils í þættinum eru Stefan Jonasson, Johanna Wilson, Petur Bjornsson, Christine Antenbring og Mikhail Hallak.

Stuttir heimildaþættir um ólíkar tegundir myndavéla í gegnum tíðina, fólkið sem notaði þær og myndirnar sem voru teknar með þeim.


Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Nýir íslenskir heimildarþættir um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað, hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er út úr þessari stöðu. Rætt er við sérfræðinga, stjórnmálafólk og þau sem hafa orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu auk þess sem ljósi er varpað á aukið aðgengi ungs fólks að hatri í gegnum samfélagsmiðla. Umsjón: Ingileif Friðriksdóttir. Leikstjórn: Hrafn Jónsson. Framleiðsla: Ketchup Creative.

Stuttir heimildarþættir þar sem við fylgjumst með fólki byggja draumagufubaðið sitt.
Breskir sakamálaþættir byggðir á sönnum atburðum. Árið 1973 voru þrjár unglingsstúlkur myrtar í bænum Port Talbot í Wales en lögreglunni tókst ekki að finna morðingjann. Þrjátíu árum síðar koma fram nýjar vísbendingar og rannsóknarlögreglumaðurinn Paul Bethell er staðráðinn í að leysa málið. Aðalhlutverk: Philip Glenister og Steffan Rhodri. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um írska leikarann Richard Harris sem lést árið 2002. Í myndinni fáum við innsýn í hvaða mann Richard hafði að geyma frá sjónarhorni þriggja sona hans, leikaranna Jareds og Jamies Harris og leikstjórans Damians Harris. Leikstjórn: Adrian Sibley.

Fjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.