
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.

Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Loft og sjón eru föstí svartholi og Áróra leitar leiða til að bjarga þeim.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Sólveig Sigurðardóttir, Þórhallur Auður Helgason, Máni Arnarson og Pálmi Freyr Hauksson.

Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.

Hljómsveit norska ríkisútvarpsins leikur úr sinfóníu nr. 1 Vetrardraumum Tsjaíkovskís.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Í þættinum sláumst við í hóp með rímnaelskum leikskólakrökkum, skoðum lækningamátt þess að segja haltu kjafti, ræðum um uppruna sköpunargáfunnar, sjáum hvernig ljóð geta verið haldreipi í áföllum og margt fleira.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fáum við að vera fluga á vegg þegar kona lætur húðflúra á sig geirvörtur eftir brjóstnám, við förum í RB rúm í Hafnarfirði þar sem nýir eigendur voru að taka við, í hnallþóruveislu í Ögri og pönkum yfir okkur á Akranesi með hljómsveitinni Gaddavír.

Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Glænýjar bækur eru til umfjöllunar í Kilju vikunnar. Við ræðum um þrjár skáldsögur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur, Sjá dagar koma eftir Einar Kárason og Hyldýpi eftir Kára Valtýsson. Spessi segir okkur frá nýrri ljósmyndabók eftir sig sem nefnist Tóm. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir segir frá þýðingu sinni á ljóðabókinni Ariel eftir Sylviu Plath, einhver frægasta ljóðabók 20. aldarinnar. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur okkur magnað kvæði úr henni sem nefnist Lafði Lazarus. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur; Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson sem segir frá rithöfundinum Ástu Sigurðardóttur, Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og Sporbaugur eftir Samantha Harvey en sú bók hlaut Booker-verðlaunin 2024.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Upphitun fyrir leik Portúgal og Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Leikir í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Leikur Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Uppgjör á leik Portúgal og Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.


Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Loft og sjón eru föstí svartholi og Áróra leitar leiða til að bjarga þeim.
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Hvað verður um alla hlutina sem við kaupum? Af hverju kaupum við svona mikið af öllu?
Linda og Baldur halda áfram að kanna lofslagsbreytingar í heiminum og nú skoða þau hvernig neysla hefur áhrif á hlýnun jarðar. Þau við Rögnu sem segir okkur frá því að hvernig það hefur neikvæð áhrif á loftslagið að kaupa svona mikið af fötum og hlutum.
Við heyrum söguna af Gretu Thunberg og kíkjum í Rauðakrossbúð þar sem fást notuð föt sem eru alveg eins og ný.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. Í þessum þætti gengur hann um Vesturbæinn og fjallar m.a. um bækur Hendriks Ottóssonar. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Felix lokar augunum fyrir áfengisneyslu Klöru og reynir að finna sér ný verkefni með slæmum afleiðingum.

Heimildarmynd frá 2023 eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Á Kvennafrídeginum árið 1975 lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf, lömuðu tímabundið íslenskt atvinnulíf og komu Íslandi í fremstu röð í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu. Þetta er sönn saga af tólf klukkustundum sem hrundu af stað byltingu. Framleiðsla: Krummafilms.

Ævisöguleg þýsk kvikmynd um hagfræðinginn og byltingarsinnann Rosu Luxemburg sem stofnaði hreyfingu spartakista ásamt þingmanninum Karli Liebknecht í nóvemberbyltingunni í Þýskalandi árið 1918. Leikstjóri: Margarethe von Trotta. Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Otto Sander og Daniel Olbrychski. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
Felix remains in denial about Klara’s growing drinking problem. To distract himself, he takes on new tasks - with disastrous results.