Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Rætt við hjón í Mosfellsbæ sem eignuðust óvænt sitt þriðja barn í síðustu viku.
Rætt við Lauru Sólveigu Lefort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna, um COP30 sem hefst í Brasilíu í næstu viku. Nú er áratugur liðinn frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað og ríki heims samþykktu að taka höndum saman til þess að koma böndum á loftslagsbreytingar. Hver er staðan nú?
Óðinn Svan rýndi í muninn á milli gervigreindarefnis og raunveruleika.

Bein útsending frá miðborg Reykjavíkur þar sem fylgst er með því sem tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur upp á að bjóða. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Þáttaröð frá 1998 um eyjar við Ísland. Dagskrárgerð: Sveinn M. Sveinsson. Framleiðandi: Plús film.
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.
Kristinn og Janus leggja mikið á sig til að komast í bað upp á hálendi. Þeir villast í þokunni en finna loks rétta leið og ná markmiði sínu. Janus bjargar deginum og fær að launum gómsæta hreindýrapítsu frá Kristni.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í dag búa krakkarnir til völundarhús fyrir glerkúlu. Kúlan má alls ekki fara ofan í kassann og ekki detta útaf. Keppnin í dag er æsispennandi!
Bláa liðið:
Keppendur:
Baldur Björn Arnarsson
Tanya Ósk Þórisdóttir
Stuðningslið:
Júlía Dís Gylfadóttir
Hannes Hugi Jóhannsson
Jóhanna Freyja Hallsdóttir
Agla Valsdóttir
Ásta Lilja Ingjaldsdóttir
Sveinbjörn Viðar Árnason
Daníel Tal Mikaelsson
Brynjar Dagur Árnason
Tómas Aris Dimitropoulos
Ari Fannar Davíðsson
Gula liðið:
Keppendur:
Júlía Ósk Steinarsdóttir
Patrik Nökkvi Pétursson
Stuðningslið:
Silja Rán Helgadóttir
Ástrós Yrja Eggertsdóttir
Selma Ósk Sigurðardóttir
Ingibjörg Ösp Finnsdóttir
Auður Edda Jin Karlsdóttir
Bjarni Gabríel Bjarnason
Helgi Trausti Stefánsson
Óskar Þór Helgason
Viktor Breki Róbertsson
Vilhjálmur Blay Fons Eiríksson

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Í þættinum sýna Finnbogi og Oddur nokkrar fjörugar jógaæfingar.
Umsjón: Finnbogi Jökull Víðisson og Oddur Bragi Hannesson.
Sumarliði hefur tekið við heimilisfræðikennslunni og fer með nemendur sína í tímflakk, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá mismunandi tímabilum í sögunni.
Viktoríu svampkaka var mjög vinsæl á Viktoríutímanum en hún var nefnd eftir Viktoríu Bretadrottningu þar sem þetta var talið hennar uppáhalds kaka.
Kakan er einföld: tveir svampbotnar og á milli fer krem eða sætur rjómi og hindberjasulta. Flórsykri er svo dreyft yfir.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Miracle
Flytjandi: Dyonmatic
Höfundar: Daníel Ágúst Haraldsson og Magnús Jónsson
Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Anton hefur áhyggjur af því að Emma sé búin að gleyma honum á meðan Emma veltir því fyrir sér hvort Anton hafi notfært sér hana.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Egill Skúlason er með MS og segir að jákvætt hugarfar, hrein fæða og heilsurækt geri honum kleift að lifa góðu og innihaldsríku lífi með sjúkdómnum.

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Konurnar í saumaklúbbnum Bolla héldu veglegt kaffisamsæti fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í Ólafsvík á kosningarferðalagi hennar 1980 og ljósmyndari og blaðamaður frá Vísi fylgdust með. Gunnar V. Andrésson segir frá tilurð myndarinnar. Maggý Hrönn Hermannsdóttir og Sigríður Þóra Eggertsdóttir segja frá því sem gerðist á bak við tjöldin.
Breskt drama frá 2025 um tvö pör sem komast að því sonum þeirra var víxlað á fæðingardeildinni. Eiga þau að halda barninu sem þau ólu upp eða fá líffræðilegt barn sitt aftur? Aðalhlutverk: James Norton, Niamh Algar, James McArdle og Jessica Brown Findlay. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Pólskir spennuþættir frá 2024 um jarðfræðinginn Lenu sem snýr aftur til heimabæjar síns í leit að dóttur sinni sem grunuð er um að hafa numið hóp barna á brott. Aðalhlutverk: Karolina Kominek, Dawid Ogrodnik og Paulina Galazka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Barnabarn Felix og Klöru fær bílinn þeirra lánaðan á meðan hjónin fara með rútu í kórferðalag á Sólheima í Grímsnesi. Felix hefur svo miklar áhyggjur af bílnum að hann er andlega fjarverandi alla ferðina.
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
While Felix and Klara take a bus trip to the countryside with Felix’s men’s choir, their grandson borrows their car. Felix becomes so consumed with worry about the vehicle that he’s unable to enjoy the trip.