
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti rannsakar Ævar líkamann. Við skoðum múmíur og hvernig hlutir eru aldursgreindir, vísindamaður þáttarins er Louis Pasteur, við veltum því fyrir okkur hvers vegna við þurfum að sofa og svo sýnir Adam úr Sprengjugengi HÍ hvernig maður notar vísindin til að rannsaka glæpi.

Sænskir matreiðsluþættir með vinkonunum Karoline og Elenore þar sem þær elda spennandi og gómsæta grænkerarétti úti í guðsgrænni náttúrunni.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Kristinn Óli Haraldsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Ólafur Stefánsson.
Kári Egils og hljómsveit opna þáttinn á lagi Magga Eiríks, Braggablús.
Berglind Festival fer á stúfana á handboltavellinum.
Í miðjum þætti er óvænt uppbrot frá Ormstungu í Þjóðleikhúsinu.
Kári Egils og hljómsveit ljúka þættinum með laginu Highflyer.
Heimildarmynd um rithöfundinn Þórarinn Eldjárn, feril hans og verk. Arthúr Björgvin Bollason tekur Þórarin tali og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Fjallað er um rithöfundaferil hans og ljóð, skáldverk og sagnfræðirit. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Íslensk heimildarmynd um tengsl íbúa við heimabæinn sinn, sjálfsmyndina sem er samofin firðinum og samfélagsleg áhrif sem heldur fólki heima, eða ber það á önnur mið. Austur á Vopnafirði eiga 645 manns heima. Í daglegu amstri samfélagsins vofir yfir ógnin af fólksfækkun en hver einstaklingur skiptir miklu máli til að halda voninni um að litla byggðarlagið eigi sér framtíð. Leikstjóri: Karna Sigurðardóttir.

Miðvikudaginn 30. september 2015 bauð RÚV landsmönnum að taka upp brot úr lífi sínu. Markmiðið var að búa til einskonar hversdags sinfóníu, svipmyndir af lífi fólksins í landinu á þessum tiltekna degi. Yfir tuttugu klukkustundir af efni bárust frá vel á þriðja hundrað manns hvaðanæva af landinu. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona fór með fjölmörg hlutverk á sviði Þjóðleikhússins allt frá því að það tók til starfa 1950 en þá lék hún Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni. Hún lék líka í leikverkum í Útvarpinu og Sjónvarpinu og í kvikmyndum. Hún var náttúruunnandi og lét til sín taka í baráttu fyrir gróðurvernd á Íslandi, ritaði greinar í blöð og tímarit um það efni og stóð að gerð heimildarmyndar um lausagöngu búfjár á Íslandi. Dagskrárefnið er úr safni Sjónvarpins.
Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Austurríkis og Spánar á EM karla í handbolta.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Nýir breskir spennuþættir. Sherlock Holmes rannsakar alþjóðlegt glæpasamsæri og nýtur liðsinnis Ameliu, ungrar bandarískrar konu sem leitar bæði að föður sínum og morðingja móður sinnar. Aðalhlutverk: David Thewlis, Blu Hunt og Ardal O‘Hanlon.

Rómantísk kvikmynd frá 2016 um Gardner Elliott, 16 ára dreng sem fæddist í geimstöð á Mars og hefur búið þar alla ævi. Hann kynnist bandarískri stelpu að nafni Tulsa í gegnum netið og ákveður að ferðast til Jarðar og finna hana. Leikstjóri: Peter Chelsom. Aðalhlutverk: Asa Butterfield, Britt Robertson, Carla Gugino og Gary Oldman.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2017 um Robin Cavendish sem smitast af lömunarveiki 28 ára gamall árið 1958. Honum er tjáð að hann eigi þrjá mánuði ólifaða og verði að dvelja á spítala þar sem hann getur ekki andað án aðstoðar. Robin og eiginkona hans, Diana, neita að sætta sig við það og taka málin í sínar eigin hendur. Leikstjóri: Andy Serkis. Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Claire Foy og Hugh Bonneville. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur, Albert og Guðrún leita að Týndu bókinni á Eyju safnarans. Þar rekast þau á Grétu, sem vann einu sinni með Alberti, og vill ná sér niðri á honum. Áform hennar koma í ljós þegar Álfur handsamar Albert. Guðrún og Ormhildur flýja með Týndu bókina í farteskinu.

Velkomin til Eplabæjar. Eplabær er svo daufur og óspennandi að hann hefur verið tekinn út af landakortum. En ef betur er að gáð fela jafnvel mestu leiðindin í sér ævintýri. Stundum getur ómerkilegasti staðurinn orðið vettvangur stórkostlegra uppátækja – ef ímyndunaraflið fær að ráða.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Serbíu og Þýskalands á EM karla í handbolta.