Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn í gær. Hann beið ekki boðanna heldur undirritaði fjölda forsetatilskipana, meðal annars um að veita sakaruppgjöf um 1200 manns sem réðust á þinghúsið fyrir fjórum árum. Þá vekur samkrull hans við auðjöfurinn Elon Musk, og forstjóra stærstu tæknifyrirtækja heims, athygli og spurningar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, spá í spilin í Kastljósi.
Við höldum áfram umfjöllun okkar um erlendar netverslanir. Eins og fram kom í síðustu viku er tilboð á netverslunum á borð við Temu og Shein oft of góð til að vera sönn. Suma neytendur grunar hins vegar að vörur í hillum íslenskra verslana séu í mörgum tilfellum þær sömu og hjá netverslununum, nema á uppsprengdu verði. Er það svo? Við könnum málið.
Leikritið Ungfrú Ísland, sem byggir á samnefndri skáldsögu Auða Övu Ólafsdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Kastljós leit á æfingu og ræddi við aðstandendur.
Íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions.
Í fyrsta þætti skyggnumst við inn í heim fatahönnunar hér á landi. Logi Pedro hittir Lindu Björg, eiganda Scintilla, og spjallar við hana um fatahönnun í sögulegu samhengi. Auk þess hittir hann fatahönnuðina Gunnar Hilmarsson og Arnar Má Jónsson. Arnar hefur náð góðum árangri erlendis og selt hönnun sína í hátískuvöruverslunum á borð við Selfridges.
Heimildarþættir frá 2023. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.
Skipverjar á Arctic sættu stórfelldum misþyrmingum og pyntingum. Tveir þeirra létust í haldi Breta.
Heimildarmynd frá 2021. Hveiti hefur verið einn af hornsteinum matvæla mannkyns allt frá því á fyrstu stigum siðmenningar. Margir hafa þó horn í síðu þess nú á dögum og í þessari mynd er kannað hvort við getum verið án hveitis, og hvort það sé jafnvel betra að sleppa því - fyrir alla?
![KrakkaRÚV](/spilari/DarkGray_image.png)
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að horfa á tunglið með börnunum sínum þegar eitt barnanna ákveður að heimsækja sjálft tunglið. Eddi gerir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að það takist.