
Íslensk heimildarþáttaröð í tíu hlutum þar sem loftslagsmál eru útskýrð á mannamáli. Fjallað er um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög, bæði erlendis og á Íslandi, og afleiðingar þeirra. Í þáttunum eru áhrif neysluhyggju nútímans á loftslagsbreytingar skoðuð og rætt hvaða lausnir mannkynið þarf að koma með, bæði til þess að draga úr þessum breytingum og aðlagast nýjum og sjálfbærari lifnaðarháttum.
Í þessum þætti skoðum við orkugjafa og orkunotkun. Nýting endurnýjanlegra, grænna orkugjafa hefur verið nefnd sem ein mikilvægasta leiðin til að draga úr losun koldíoxíðs í heiminum og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Ísland er þar í góðri stöðu því hér getum við framleitt raforku og hitað hús með endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt sem áður er losun koldíoxíðs á mann á Íslandi með því hæsta sem gerist í heiminum.