20:05
Kveikur
Hreinsunareldur Þóris Sæmundssonar
Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þórir Sæmundsson var rísandi stjarna á íslensku leiksviði. En eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hefur hann verið utangarðs og fær hvergi vinnu. Kveikur ræðir við Þóri og veltir því upp hvenær og hvernig fólk sem hefur misstigið sig á afturkvæmt í samfélagið.

Var aðgengilegt til 31. janúar 2022.
Lengd: 33 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,