
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Bláskel og hip hop, söltuð sítróna og lerkiberkisseyði er meðal þeirra listaverka sem borin eru fram á sýningunni Næmi næm næm í Ásmundarsal. Guðrún Sóley ræðir við Jóhönnu Rakel Jónsdóttur, Kjartan Óla Guðmundsson og Sindra Leifsson.
Sýningin Njála á hundavaði var nýverið frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Guðrún Sóley tekur leikara og höfunda sýningarinnar, Hjörleif Hjaratarson og Eirík Stephensen tali.

Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni etja kappi lið Fljótsdalshéraðs og Álftaness. Í liði Fljótsdalshéraðs eru Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Urður Snædal og Þorsteinn Bergsson og fyrir Álftanes keppa Guðmundur Andri Thorsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Vigdís Ásgeirsdóttir.

Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Jónas Sen ræðir við Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara.

Matgæðingarnir í Price-fjölskyldunni töfra fram kræsingar við öll tækifæri. Hér nýta þeir ferskasta hráefnið úr héraðinu hverju sinni.
Þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.

Finnskir þættir um Mikko Peltola sem setur sér það markmið að klára sex líkamlega krefjandi þrautir á einu ári. Hann spreytir sig meðal annars á kajakróðri, hlaupi, skíðagöngu, hjólreiðum og klettaklifri.

Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.

Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.


Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.

Stílistarnir Nico og Andrés leita að nýrri hönnunarstjörnu og leggja skemmtileg verkefni fyrir nýja keppendur.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Ungar íslenskar leikkonur verðlaunaðar 2. Fagna hinum látnu með söng og dansi
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Can't Get You Off My Mind
Flytjandi: The Vintage Caravan
Höfundur: The Vintage Caravan

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Munch safnið opnaði í Osló þann 22.október og er nú þegar orðið eitt af sterkustu kennileitum borgarinnar. Á þrettán hæðum þess má sjá þúsundir verka Edvard Munch auk annarra listamanna. Guðrún Sóley ræðir við Stein Olav Henrichsen safnstjóra og Jens Ricther.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.
Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.
Þórir Sæmundsson var rísandi stjarna á íslensku leiksviði. En eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hefur hann verið utangarðs og fær hvergi vinnu. Kveikur ræðir við Þóri og veltir því upp hvenær og hvernig fólk sem hefur misstigið sig á afturkvæmt í samfélagið.

Danskir þættir um ungt fólk sem á það sameiginlegt að standa frammi fyrir erfiðleikum í lífi sínu og þurfa að finna leið til að kljást við þá.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir.

Ljúfsárir gamanþættir um Petersen-fjölskylduna sem fer í frí um Evrópu. Fjölskyldufaðirinn reynir að vinna aftur ást eiginkonu sinnar og sættast við son sinn. Þættirnir eru byggðir á samnefndri metsölubók eftir David Nicholls. Aðalhlutverk: Tom Hollander og Saskia Reeves. Leikstjóri: Geoffrey Sax.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Ungar íslenskar leikkonur verðlaunaðar 2. Fagna hinum látnu með söng og dansi
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Can't Get You Off My Mind
Flytjandi: The Vintage Caravan
Höfundur: The Vintage Caravan

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.