09:45
Landakort
Kristín Atladóttir - Einbúi
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Kristín Amalía Atladóttir sá alltaf fyrir sér að verða gömul kona, ein úti í sveit. Það seinna hefur ræst en hún er þó ekki nema 56 ára gömul. Eftir að hafa búið í útlöndum og Reykjavík alla sína tíð og starfað lengi við framleiðslu kvikmynda hefur hún nú fundið lífi sínu allt annan takt. Hún keypti sér hús í Héraðsflóa sem ekki hafði verið búið í í 35 ár og er að gera það upp ásamt hundinum Brúnó.

Var aðgengilegt til 30. október 2021.
Lengd: 5 mín.
e
Endursýnt.
,