Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Kristín Amalía Atladóttir sá alltaf fyrir sér að verða gömul kona, ein úti í sveit. Það seinna hefur ræst en hún er þó ekki nema 56 ára gömul. Eftir að hafa búið í útlöndum og Reykjavík alla sína tíð og starfað lengi við framleiðslu kvikmynda hefur hún nú fundið lífi sínu allt annan takt. Hún keypti sér hús í Héraðsflóa sem ekki hafði verið búið í í 35 ár og er að gera það upp ásamt hundinum Brúnó.
Íslensk hrollvekja í tveimur hlutum, byggð á vinsælli skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ungt fólk ákveður að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um hávetur, en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki ein í eyðiþorpinu. Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Thor Kristjansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.