Víðsjá - úrval vikunnar

Dagbjört Dúna um Búðakirkju og Sigtryggur Baldursson um nýja tónlist Bogomil Font

Í þessum þætti er spilað úrval úr Víðsjárþáttum síðustu viku. Til okkar kemur annars vegar Bogomil Font, og heimsótt er hins vegar Búðakirkja á Snæfellsnesi. Af einhverjum ástæðum hefur Búðakirkja orðið gríðarvinsæll áfangastaður erlendra ferðamanna undanfarin ár. Kirkjan er ein af mest mynduðu kirkjum á Íslandi og ferðast fólk oft langar leiðir til þess gefa sig saman í henni. Við kynnum okkur málið nánar í þætti dagsins og skoðum sömuleiðis sögu kirkjunnar en í henni kemur fyrir sterk kvenpersóna, Steinunn Sveinsdóttir, sem fer sínar eigin leiðir og sendir kirkjuyfirvöldum 19. aldar fingurinn með einum mjög svo táknrænum dyrahring.

Sigtryggur Baldursson á sér langan og skrautlegan feril en hann er kannski einna helst þekktur sem Bogomil Font, hans auka sjálf í söngnum sem varð til í Júgóslavíu árið 1989. Bogomil Font hefur gefið út fjölmargar plötur í gegnum tíðina en lítið verið koma fram upp á síðkastið. er hins vegar komin út tónlist og stutt tónleikaferðalag í vændum. Hann heimsækir okkur og segir frá í þætti dagsins

Viðmælendur: Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, kirkjuvörður Búðakirkju, Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Frumflutt

9. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá - úrval vikunnar

Víðsjá - úrval vikunnar

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Þættir

,