Þáttur 1: Þökkum vel unnin störf
Friðgeir finnur fallegan blómavasa í Góða hirðinum sem er merktur með mannsnafni. Hann ákveður að hafa upp á réttmætum eiganda vasans og skila honum. Rannsókn Friðgeirs leiðir hann…
Allir hlutir eiga sér sögu. Friðgeir Einarsson fer oft í Góða hirðinn og veltir þá fyrir sér sögu hlutanna sem hann sér þar. Stundum rekst hann á hluti sem líta út fyrir að eiga ekki að vera þar, persónulega hluti sem hafa mögulega orðið viðskila við eiganda sinn fyrir slysni. Hvað er þá til ráða? Í þáttaröðinni Vondi hirðirinn gerir hann tilraun til að skila nokkrum slíkum munum til eigenda sinna.