Um Drakúla og aðra djöfla
Fjallað um Drakúla og aðrar blóðsugur.
Í lok ársins 2013 kom skáldsagan Drakúla eftir Bram Stoker út í þýðingu Gerðar Sifjar Ingvarsdóttur, en þetta var í fyrsta skipti sem skáldsagan birtist í fullri lengd á íslenskri tungu.
Drakúla kom fyrst út í Bretlandi 1897, en það var ekki fyrr en á millistríðsárunum að sagan varð vinsæl meðal lesenda. Íslendingar kynntust Drakúla greifa mjög snemma, en Valdimar Ásmundsson þýddi söguna aðeins tveimur árum eftir frumútgáfu, og birtist hún sem framhaldssagan Makt myrkranna í tímaritinu Fjallkonunni á árunum 1899-1900. Fór Valdimar frjálslega með efnivið sinn, og mætti frekar telja þessa útgáfu nýtt skáldverk en þýðingu.
Í tilefni af þýðingu Gerðar á þessu sígilda verki er fjallað um Drakúla og áhrif skáldsögunnar á vestrænan menningarheim, rýnt í skáldsöguna og höfund hennar. Jafnframt veltum við því fyrir okkur hvernig skáldsagan hefur endurómað í menningunni síðustu 120 árin.
Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
Lesari: Björn Stefánsson.