Tíminn og uppgjörið
Það er ball, það er stuð og það er skrítið. Við erum komin á endastöðina og nú er mæjónesan orðin gul og bjórinn volgur og þá þarf að horfa fram á við og líta í spegilinn og spyrja…
Í þessum þáttum mun Viktoría Blöndal fara yfir dansgólf sveitaballana í kringum aldamótin. Sviti, djamm, glimmer, grátur, stemning, tónlistin sem þið hélduð að þið væruð búin að gleyma. Viktoría mun leiða hlustendur um víðan völl, um allt land og í misdjúpa dali tímans með hjálp viðmælenda sinna.