Sýrður rjómi
Sýrður rjómi var á dagskrá Rásar 2 á fyrsta áratug aldarinnar eftir að hafa verið á öldum ljósvakans áður á öðrum miðlum. Nú á afmælisári Rásar 2 snýr hann aftur undir stjórn Árna Þórs Jónssonar, stundum nefndur Zúri gæinn. Þessi þáttur kynnti undantekningarlaust tónlist sem hvergi annarsstaðar fékk eitthvað vægi. Háskólarokk frá Bandaríkjunum, tilraunakennd raftónlist eða íslenskt indie, allt heyrðist það í þættinum. Fyrri þátturinn mun vekja upp minningar, en sá síðari mun líkjast því sem þátturinn væri ef hann væri enn í loftinu.