• 00:06:33Fugl dagsins
  • 00:17:54Auður Axelsdóttir - sjúkdómsvæðing tilfinninga
  • 00:38:49Byggðasafn Reykjanesbæjar - Eva Kristín Dal

Sumarmál

Sjúkdómsvæðing tilfinninga, Byggðasafn Reykjanesbæjar og fuglinn

Erlendir fjölmiðlar hafa síðustu misseri sett sig í samband við Hugarafl - Samtök fólks með geðrænar áskoranir til leita skýringa á því hvers vegna notkun þunglyndislyfja hérlendis er mesta innan OECD og þá leysa konur út helmingi meira af lyfjum en karlar samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í Talnabrunni Landlæknis. Samtökin telja verið sjúkdómsvæða tilfinningar og vanlíðan fólks í miklum mæli og kalla eftir nýrri hugmyndafræði þegar kemur ávísun þunglyndislyfja og vilja breytta umræðu og nálgun um meðhöndlun þessara sjúkdóma. Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þessi mál.

Byggðasafn Reykjanesbæjar var safn vikunnar í þetta sinn. Eva Kristín Dal, safnstjóri, kom til okkar og sagði okkur frá starfseminni, meðal annars stærsta fána landsins sem hylltur var á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17.júní 1944, ljósmyndasýning með myndum af íbúum bæjarins í gegnum tíðina, hvernig eins manns rusl getur verið annars manns gull, 40 saumavélar, yfir hundrað bátslíkön og fleira og fleira sem Eva Kristín sagði okkur frá í þættinum.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Ég skal mála allan heiminn / Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Josef Alexander Toje, texti Hinrik Bjarnason)

Vegbúi / KK (Kristján Kristjánsson)

Þú komst í hlaðið / Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna (þýskt þjóðlag, texti Davíð Stefánsson)

Froðan / Jón Jónsson og Ragnar Bjarnason (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Ásgeir Sæmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

8. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,