Skáld og skrælingjar

8. þáttur: Hippar, hommar og lesbíur í Höfn

Á 20. öldinni komu kynferðispólitískir flóttamenn frá Íslandi til Kaupmannahafnar, í borginni var hægt haga lífi sínu eins og hver og einn kaus. En þangað kom líka fólk sem lét sig dreyma um öðruvísi og frjálsara samfélag.

Rætt við Þorvald Kristinsson og Magneu Matthíasdóttur.

Frumflutt

22. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skáld og skrælingjar

Skáld og skrælingjar

10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.

Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.

Þættir

,