Sinfóníutónleikar

Britten, Saariaho og Sibelius

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí 2025

Efnisskrá

Benjamin Britten Four Sea Interludes, úr Peter Grimes

Benjamin Britten Fiðlukonsert

Kaija Saariaho Lumière et Pesanteur

Jean Sibelius Sinfónía nr. 3

Hljómsveitarstjóri

Tabita Berglund

Einleikari

Ava Bahari

Hin sænska Ava Bahari leikur hér Fiðlukonsert Benjamins Britten sem er sívinsælt meistaraverk, uppfullt af tilfinningaþrunginni dramatík og leikandi lagrænu. Bahari er einn fremsti, ungi fiðluleikari Norðurlanda um stundir. Hún þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar aðeins 8 ára gömul en þar er hún einmitt staðarlistamaður á yfirstandandi starfsári. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir fiðluleik sinn og kemur á næstunni fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Lundúna og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitina í Tokyo og BBC-þjóðarhljómsveitina í Wales en Bahari útskrifast í vor frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín.

Tónleikarnir hefjast á öðru verki eftir Britten, Four Sea Interludes, eða Fjórum sjávarmyndum, sem upphaflega voru leiknar milli atriða í óperu Brittens, Peter Grimes, frá 1945. Myndirnar leiða áheyrendur um staði og tíma í framvindu óperunnar, Jafnframt því endurspegla tilfinningalega óreiðu söguhetjunnar.

Lumière et Pesanteur eftir Kaiju Saariaho er djúphugult og leiðslukennt verk sem býr yfir sterkri trúarlegri tengingu. Saariaho var eitt þekktasta samtímatónskáld Finna en hún lést árið 2023. Lokaverkið á efnisskránni er hins vegar hin stórglæsilega þriðja sinfónía Sibeliusar, sem segja umfaðmi áheyrendur með sinni þokkafullu og tæru nálgun á hið sinfóníska form. Það er Tabita Berglund sem heldur um tónsprotann á þessum tónleikum, en Berglund er ein af fremstu hljómsveitarstjórum Evrópu af yngri kynslóðinni.

Frumflutt

3. júlí 2025

Aðgengilegt til

17. júlí 2025
Sinfóníutónleikar

Sinfóníutónleikar

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí sl

Þættir

,