Að ósum Rio Grande
Loksins ná Saxi og Sachsi að taka samtalið við alvöru saxófónhatara og þeir hitta nafnlausu goðsögnina á bak við saxófónsólóið í laginu Rio með Duran Duran.
Þeir eru stimamýksti, saxófóndúett landsins, Skafti og Skapti íslenskrar tónlistar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þeir ekki meikað það.
Eða er ástæðan kannski augljós? Af hverju er svo mörgum svona illa við saxófóna? Saxi og Sachsi rannsaka málið.
Umsjón:
Eiríkur Stephensen (Saxi)
Úlfur Eldjárn (Sachsi)