
Rokkrásin - 40 árum síðar
Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason snúa aftur með Rokkrásina 40 árum síðar.
Rokkrásin hóf göngu sína á Rás 2 í desember 1983. Í þáttunum röktu tveir 18 ára guttar sögu tónlistarmanna og hljómsveita í tali og tónum auk þess sem athyglinni var beint að því sem var að gerast nýtt og spennandi í nýbylgju þessa tíma.
Á laugardagskvöldum í júní ætla Skúli og Snorri að rifja upp það sem þeir voru að gera á þessum fyrstu árum Rásar 2, spila tónlistina og spjalla og hafa gaman.
Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason.