Raddir heyri' eg ótal óma

Helgi Helgason 2/3

Helgi Helgason tónskáld fæddist 1848 og lést 1922. Helgi var trésmiður, en stundaði tónlistarnám í Kaupmannahöfn árið 1876 og stofnaði fyrstu íslensku lúðrasveitina eftir heimkomu sína sama ár. Alþekkt eru lög Helga, „Öxar við ána" og „Nú er glatt í hverjum hól", og margir kannast líka við lag hans „Buldi við brestur". Hugmyndina síðastnefnda laginu fékk Helgi þegar hann var leggja þak á steinhús við Pósthússtræti. Ein þakskífan féll niður á götuna og mölbrotnaði, en við brothljóðið laust upphafsnótum lagsins niður í Helga og hann krotaði stefið á aðra þakskífu. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Guðni Tómasson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Raddir heyri' eg ótal óma

Raddir heyri' eg ótal óma

Einhverjir mestu brautryðjendur í sögu íslenskrar tónlistar voru bræðurnir Jónas Helgason (1839-1903) og Helgi Helgason (1848-1922). Þeir voru iðnaðarmenn, Jónas járnsmiður og Helgi trésmiður, en höfðu báðir mikla tónlistarhæfileika. Jónas stofnaði árið 1862 Söngfélagið Hörpu, sem var lengi helsti kór í Reykjavík, og 1877 varð Jónas Dómkirkjuorganisti, en Helgi stofnaði 1876 fyrstu íslensku lúðrasveitina: Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Einnig sömdu þeir lög og er Helgi höfundur hinna alkunnu laga „Öxar við ána" og „Nú er glatt í hverjum hól", en Jónas samdi "Lýsti sól stjörnustól" sem oft er sungið við hátíðleg tækifæri. Sonur Helga, Sigurður Helgason (1872-1958), fluttist ungur til Vesturheims, en hann var einnig tónskáld og samdi m.a. lagið „Skín við sólu Skagafjörður". Á þessu ári eru 150 ár frá fæðingu Sigurðar og 100 ár frá andláti Helga föður hans. Þættirnir eru gerðir af því tilefni. Fyrsti þátturinn er helgaður Jónasi, annar þáttur Helga og hinn þriðji Sigurði. Ríkisútvarpið hefur látið hljóðrita eitt lag eftir hvern þeirra fyrir þættina, og eru það félagar úr Kór Langholtskirkju sem flytja lögin undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Einnig verða flutt lög eftir Jónas, Helga og Sigurð úr hljóðritasafni útvarpsins. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,