Ópera byggð á samnefndri sögu eftir George Orwell.
Hljóðritun frá sýningu Ríkisóperunnar í Vín 2. mars s.l.
Í aðalhlutverkum:
Napóleon: Wolfgang Bankl.
Snækollur: Michael Gniffke.
Skrækur: Andrei Popov.
Sörli: Stefan Astakhov.
Skjóna: Margaret Plummer.
Kór og hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín;
Alexander Soddy stjórnar.
Óperan var frumflutt 3. mars í fyrra hjá Hollensku þjóðaróperunni, en hér verður flutt hljóðritun frá sýningu Ríkisóperunnar í Vín á óperunni 2. mars sl. Alexander Raskatov er rússneskt tónskáld, fæddur 1953. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarháskólann í Moskvu, en flutti til Þýskalands á tíunda ártug 20. aldar og síðar til Frakklands. Óperan "Dýrabær" er byggð á hinni frægu sögu „Animal Farm“ eftir George Orwell. Sagan kom út árið 1945. Við fyrstu sýn virðist hún vera dýrasaga, en hún er í rauninni beitt háðsádeila á Sovétríkin: hvernig þau voru stofnuð eftir rússnesku byltinguna í þeim tilgangi að bæta kjör alþýðunnar, en breyttust síðan í kúgunarveldi. Umsjón með Óperukvöldi hefur Una Margrét Jónsdóttir.