ok

Nærbuxurnar í Hamraborg

1. þáttur

Skarphéðinn kennari er spenntur fyrir keppni í pylsuáti sem er hápunktur sumarhátíðar skólans en vinirnir Úlla og Mási láta sér fátt um finnast, þau eru með hugann við verkefnið sem amma Úllu hefur fengið þeim. Þau eiga að koma pakka til skila en vandamálið er að þau hafa ekki hugmynd um hvert ferðinni er heitið, þau vita ekki einu sinni hvað er í pakkanum. En þau halda nú samt af stað.

Frumflutt

7. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Nærbuxurnar í HamraborgNærbuxurnar í Hamraborg

Nærbuxurnar í Hamraborg

Sumarfríið er alveg að byrja og sumarhátíð skólans á næsta leiti. Vinirnir Úlla og Mási spá ekki mikið í það, þau hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Þau ætla að sinna mikilvægu og háleynilegu verkefni sem amma Úllu hefur lagt fyrir þau. Nærbuxurnar í Hamraborg er framhaldsleikrit í fimm hlutum fyrir börn eftir Viktoríu Blöndal.

Persónur og leikendur:

Úlla: Kría Valgerður Vignisdóttir

Mási: Róbert Ómar Þorsteinsson

Magnea: Guðný Þórarinsdóttir

Sæbjörn: Kári Páll Thorlacius

Teitur: Baldur Davíðsson

Unglingur: Ragnar Eldur Jörundsson

Amma: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Skarphéðinn: Hákon Jóhannesson

Vaka Líf : Álfrún Örnólfsdóttir

Afi: Þröstur Leó Gunnarsson

Forsetinn: Hjörtur Jóhann Jónsson

Olga: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Diddý: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Aron: Ágúst Örn Wigum

Fréttamaður: Starkaður Pétursson

Tónlist: Úlfur Úlfur

Hljóðvinnsla: Hrafnkell Sigurðsson

Leikstjóri: Viktoría Blöndal

,